Árs- og

sjálfbærniskýrsla Brims

2023

Hero
01/02

Um okkur

Hágæðamatvæli unnin úr einstöku hráefni

Brim framleiðir hágæðamatvæli úr ferskum sjávarafurðum í sátt við samfélagið og umhverfið. Við veiðar og vinnslu beitum við nýjustu tækni til að auka nýtingu aflans og til að tryggja öryggi og vellíðan starfsfólks.

Við erum Brim

Fólkið okkar

Öflugur og kraftmikill hópur starfsfólks Brims spannar alla virðiskeðjuna, allt frá veiðum og vinnslu til sölu og dreifingar. Fjölbreytt reynsla og sérþekking leggur grunninn að gæðum, sjálfbærri nýtingu og stöðugri framþróun.

Vellíðan og heilbrigði starfsfólks Brims er í fyrirrúmi og er stefnu félagsins varðandi öryggi, aðbúnað og vellíðan á vinnustað fylgt eftir með forvörnum og fræðslu. Á síðustu áratugum hafa skip og vinnslur félagsins endurnýjaðar með það í huga að bæta vinnuskilyrði og auka öryggi starfsfólks.

Sjálfbærar veiðar

Samþætt virðiskeðja

1.
Aflamark

Með rannsóknum, langtímahugsun og góðri samvinnu sjávarútvegsfyirtækja, stjórnvalda og eftirlitsaðila verndum við fiskistofna til framtíðar. Aflamark segir til um hversu mikið má veiða af hverri tegund og er það Hafrannsóknarstofnun sem veitir ráðgjöf um aflamark. Þannig gætum við þess að fiskistofnar séu sjálfbærir. Íslenska fiskveiðistjórnunarkerfi gerir okkur mögulegt að skipuleggja okkur fram í tímann og móta veiðarnar svo þær séu hagkvæmar og hafi sem minnst áhrif á umhverfið

.

2.
Veiðar

Veiðarnar eru lykilatriði þegar kemur að ferskleika og gæðum. Með réttum aðferðum fáum við bæði betri og verðmætari vöru en minnkum einnig áhrif okkar á umhverfið. 

Skip sem standast kröfur nútímans eru búin búnaði sem auðveldar okkur að leita að fiskinum og finna hann fljótt. Öflugur kælibúnaður heldur fiskinum ferskum alla leið í vinnslu, hvort sem hún fer fram á sjó eða landi. Ný skipahönnun og þróun véla skila minni olíueyðslu og um leið lægra kolefnisspori.

 Brim hefur lagt mikla áherslu á endurnýjun skipaflotans og búnaðar um borð í skipum til að auka gæði, hagkvæmni og minnka kolefnisspor.

3.
Vinnsla

Í vinnslunum sköpum við verðmætar afurðir sem enda á diskum út um allan heim. Með hátæknivélbúnaði og öflugu starfsfólki haldast gæði fisksins óskert alla leið í neytendapakkningu.

 Með nýsköpun og vöruþróun náum við betri nýtingu úr hverjum fiski - fiskflökum, roði, hausum og öðru hráefni. Það er mikilvægur hlekkur í að skapa meiri verðmæti úr auðlindinni án þess að veiða meira.

 Brim hefur lagt mikla áherslu á vel útbúnar vinnslur og endurnýjun, bæði til að auka gæði og nýtingu matvælanna sem fyrirtækið framleiðir en ekki síður til að skapa gott og öruggt vinnuumhverfi fyrir starfsfólk.

4.
Sölu & markaðsmál

Íslenskur fiskur á ekki aðeins í samkeppni við fisk frá öðrum þjóðum, hann keppir einnig um að vera fyrsta val neytenda þegar kemur að próteinríkum matvælum. Sölu- og markaðsmál eru því mikilvægur hlekkur í virðiskeðjunni. Við höfum átt farsælt samstarf til áraraða við okkar helstu kaupendur og höfum byggt upp traust og gott orðspor á þeim tíma. Kaupendur geta treyst því að gæði eru ávallt höfð í fyrirrúmi og rekjanleiki í ferlinu er mikill. Auk þess hafa afurðir okkar ýmsar eftirsóttar gæða- og sjálfbærnivottanir.

Fiskarnir

Fróðleikur um fiska

Ufsi
Þorskur
Grálúða
Gulllax
Ýsa
Djúpkarfi
Gullkarfi

Skipafloti

Hér sérðu staðsetningu skipa okkar í rauntíma. Með því að smella á bláan punkt á kortinu færðu upplýsingar um skipið.

Fréttir & fræðsla