Um Brim

Ábyrg sjósókn á traustum grunni

Brim tekur virkan þátt í að móta framtíð sjálfbærs sjávarútvegs, byggða á nýsköpun, tækniþróun og sjálfbærni þar sem skilningur og virðing gagnvart samfélaginu, samstarfsfólki okkar og umhverfi fer saman við heilbrigðan og ábátasaman rekstur.

Ábyrg sjósókn á traustum grunniÁbyrg sjósókn á traustum grunni

Stefna og framtíðarsýn

Leiðandi fyrirtæki sem tekur virkan þátt í uppbyggingu íslensks samfélags

Stefna Brims er að vera leiðandi sjávarútvegsfyrirtæki sem tekur virkan þátt í uppbyggingu íslensks samfélags.

Hlutverk Brims er að auka verðmætasköpun í sjávarútvegi í sátt við samfélagið og umhverfið. Þannig skapar Brim virði fyrir starfsfólk, viðskiptavini, hluthafa og samfélagið í heild. Með ábyrgum veiðum og vinnslu þar sem áhersla er á sjálfbærni og nýsköpun munum við tryggja að sjávarútvegur verði áfram burðarstólpi í íslensku samfélagi.

Með stöðugu framboði af sjávarafurðum í hæsta gæðaflokki og markvissu sölu- og markaðsstarfi munu sjávarafurðir Brims verða eftirsóknarverðar og skila ávinningi til allra hagaðila. ​

Brim er í forystuhlutverki þegar kemur að samfélagsábyrgð og leggur ríka áherslu á umhverfismál og nýsköpun. ​Félagið hefur markað sér skýra stefnu í mannauðsmálum með áherslu á jafnrétti, öryggi og aðbúnað starfsfólks. Við ráðningar er lögð áhersla á að fá til starfa hæfa, trausta og árangursmiðaða einstaklinga.

Brim tekur virkan þátt í að móta framtíð íslensks sjávarútvegs. Framtíð sem byggir á nýsköpun, tækniþróun og sjálfbærni.

Brim er með samþættan rekstur veiða, vinnslu og markaðssetningar sem stuðlar að skilvirkari framleiðslu og tryggir óhefta leið aflans til kaupanda. Auðvelt er að rekja slóð afurðanna frá afhendingu alla leið aftur til sjávar. Lykillinn að velgengni fyrirtækisins felst í framúrskarandi starfsfólki á sjó og landi sem leggur sig fram við að skila gæðavörum til kaupenda og neytenda.

Brim hefur tekið virkan þátt í þróun sjálfbærs sjávarútvegs og mun áfram beita sér fyrir því af fullri einurð. Framtíðarsýn félagsins er sú að Brim taki virkan þátt í að móta framtíð sjálfbærs sjávarútvegs, byggða á nýsköpun, tækniþróun og sjálfbærni. Við viljum sýna í verki hvernig skilningur og virðing gagnvart samfélaginu, samstarfsfólki okkar og umhverfi fer saman við heilbrigðan og ábátasaman rekstur.

Sjálfbær matvælaframleiðsla um áratuga skeið

Brim stundar veiðar og vinnslu á botn- og uppsjávarfiski og hefur starfsstöðvar á fjórum stöðum á landinu. Hjá fyrirtækinu eru unnin um 800 ársverk til sjós og lands. Við framleiðum verðmætar afurðir úr ferskum fiski sem aflað er úr hafinu við Ísland.

Afurðirnar eru seldar um allan heim en helstu markaðir eru í Evrópu, Asíu, Norður-Ameríku og Afríku. Virðing fyrir umhverfinu og lífríki sjávar er grundvöllur starfsemi okkar og við leggjum áherslu á góða umgengni um auðlindina og ábyrgar fiskveiðar svo komandi kynslóðir geti notið hennar áfram.

Brim á sér langa sögu og býr að mikilli reynslu og þekkingu á nýtingu auðlinda og framleiðslu sjávarafurða sem endurspeglast í öllu starfi þess. Sjálfbær nýting fiskistofna hefur verið mikilvægur hluti af starfsemi fyrirtækisins frá stofnun þess árið 1985 og er leiðarljós í verðmætasköpun okkar sem nýtir framþróun, nýsköpun, gæði og gott orðspor til að auka verðmæti takmarkaðrar auðlindar.

Brim er með samþættan rekstur veiða, vinnslu og markaðssetningar sem stuðlar að skilvirkari framleiðslu og tryggir óhefta leið aflans til kaupanda. Auðvelt er að rekja slóð afurðanna frá afhendingu alla leið aftur til sjávar. Lykillinn að velgengni fyrirtækisins felst í framúrskarandi starfsfólki á sjó og landi sem leggur sig fram við að skila gæðavörum til kaupenda og neytenda.

Skipurit Brims

Brim, dóttur- og hlutdeildarfélög