Afurðir / Djúpkarfi

Djúpkarfi

Sebastes mentella

Helstu einkenni djúpkarfa (einnig nefndur úthafskarfi) eru að augu djúpkarfans eru áberandi stór ásamt því að kinnbeinagaddar hans eru mjög áberandi. Neðsti gaddur á höku djúpkarfans er örlítið útstæður. Djúpkarfinn er hægvaxta og langlífur, getur náð allt að 70 sm að lengd. Algengasta veiðilengd hans er 35-45 sm og vegur um 0,6-1,3 kg. Hann verður kynþroska mest 37-42 sm langur, en hængar eru minni en hrygnur við fyrsta kynþroska. Djúpkarfinn er hægvaxta og langlífur fiskur eins og gullkarfi, hann er heldur stærri en gullkarfi, þegar hann nær kynþroska getur hann orðið 37-42 sm langur og eru hængar nokkru minni en hrygnur við fyrsta kynþroska. Djúpkarfi lifir á mjög miklu dýpi í sjónum, allt á 500-1000 metra dýpi. Hann nærist aðallega á hinum ýmsu smákrabbadýrum þ.e. jósátu og sviflægum krabbaflóm. Hann étur einnig smáfiska eins og laxsíldir og á það til að nýta sér smokkfiska sem fæðu. Fullvaxinn sækir hann í stærri fiska eins og loðnu og síld.

Samband við söludeild
Sjófryst
  • Heilfrystur og H/G
  • Stærðaflokkaður
Umbúðir

3x7 kg

Ferskt
empty

Ekki í boði

Landfryst
    Umbúðir

    Næringargildi

    Næringargildi í 100 g

    • kj388
    • kcal78
    • prótein18,1
    • fita0,5
    • kolvetni0
    • trefjar0

    Fiskimið

    Veiðitímabil

    Allt árið

    Fiskimið

    Djúpkarfa er að finna á landgrunnskantinum suður og vestur af landinu og veiðist mest af honum fyrir

    suðvestan og vestan land á um 400-800 m dýpi.