icon

Beiðni um arðgreiðslu í evrum

Við tölum hana ekki öll eins. Og það er bara gott mál.

Hvort sem við erum innfædd eða aðflutt, þá tölum við íslenskuna ekki öll eins, enda er tungumálið okkar auðugt að fjölbreytilegu orðfæri. Á degi íslenskrar tungu fögnum við því að eiga þetta tungumál sem spriklar af lífi og vekjum athygli á mikilvægi þess að vernda það og rækta.

Brim leggur sitt af mörkum með því að bjóða starfsfólki af erlendum uppruna upp á launaða íslenskukennslu, ásamt stuðningi við barnabókaútgáfu og Hið íslenska bókmenntafélag.

Það er íslenskunni, og okkur öllum, í hag að styðja við þau sem eru að læra málið og sýna umburðarlyndi þegar einhver talar öðruvísi en við erum vön.

Tölum saman

Brim tók fyrir nokkrum árum stefnumótandi ákvörðun um að vera virkur þátttakandi í íslensku samfélagi, með áherslu á samtal og sjálfbærni.

Stuðningur við íslenska tungu er mikilvægur liður í þeirri stefnu. Við höfum skuldbundið okkur til að veita starfsfólki Brim með annað móðurmál íslenskukennslu og erum stolt af því að bjóða hana ýmist á vinnutíma eða beint eftir vinnu og þá á launum.

Okkur er umhugað um að vanda til verka. Við erum í samstarfi við bæði málaskóla og símenntastofnanir og höfum ráðið þrautreyndan skólastjóra til starfa til að hafa yfirumsjón með kennslu og þróun námsins.

Tölum saman

Lesum og skiljum

Tungumálið er dýrmætt samskiptatæki og mikilvægur stólpi sjálfstæðs samfélags. Við verðum jú að geta talað saman, tjáð okkur og skilið hvert annað.

Til að efla lestur og áhuga yngstu kynslóðarinnar hefur Brim styrkt útgáfu og dreifingu bóka fyrir leikskólabörn.

Þá er Brim stoltur bakhjarl Hins íslenska bókmenntafélags, sem vinnur mikilvægt starf við að varðveita lifandi arf íslenskrar tungu og menningar.