Sjálfbærni

Sjálfbærni er ekki aðeins stefna

Með ábyrgum veiðum og vinnslu, sjálfbærri nýtingu fiskistofna og verðmætaaukandi nýsköpun viljum við tryggja að sjávarútvegur verði um langa framtíð máttarstólpi í íslensku samfélagi.

Sjálfbærni er ekki aðeins stefnaSjálfbærni er ekki aðeins stefna

Verkefni

Hvernig stuðlum við að sjálfbærni?

2023

Fjölskyldudagur Brims

Í ágúst á hverju ári býður Brim starfsfólki og fjölskyldum þeirra í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Frítt er í tækin og boðið er upp á grill og ýmsa skemmtun.

2023

Fiskhúsið á Vopnafirði

Í miðbæ Vopnafjarðar er gamalt hús sem hefur í gegnum tíðina hýst fiskvinnslu, sláturhús, bílaverkstæði Kaupfélags Vopnfirðinga og fiskmarkað. Húsið hefur staðið autt sl. ár, en 2023 festi Brim kaup á húsinu og hyggst nota það undir ýmis samfélagsverkefni. Nú þegar hafa listamenn og félagasamtök komið sér fyrir í húsinu með starfsemi sína auk þess sem húsið hefur nýst undir skemmtana- og viðburðahald.

2023

Vel heppnuð sjómannadagshátíðarhöld

Fjömennt var á Norðurgarði á sjómannadaginn þar sem Brim bauð gestum að skoða endurvinnslustöð félagsins, frystitogarann Viðey RE50 og að smakka ljúffenga Brims-fiskisúpu. Þar að auki kom fjöldi listamanna kom fram á sviði við höfuðstöðvar Brims en hátíðardagskrá sjómannadagasins var í boði Sjómannadagsráðs, Faxaflóahafna og Brims. Brim styrkir einnig sjómannadagshátíðarhöldin á Vopnafirði.

2022

Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur

Brim, Faxaflóahafnir og Sjómanndagsráð héldu veglega hátíð á Grandanum á sjómannadaginn.

2022

Lifandi samfélag við sjó, hlýtur fyrstu verðlaun í hugmyndasamkeppni um framtíð Breiðarinnar á Akranesi

Tillaga frá arkitektastofunni Arkþing/Nordic og Eflu verkfræðistofu hlaut fyrstu verðlaun í veglegri hugmyndasamkeppni um framtíð Breiðarinnar á Akranesi neðst á Skipaskapa. Tillagan ber heitið Lifandi samfélag við sjó og gerir ráð fyrir blandaðri byggð fjölbreyttra íbúða og atvinnusvæðis þar sem nýbyggingar tengjast endurnýttum eldri byggingum.

2021

Brim gerist bakhjarl Hins íslenska bókmenntafélags til næstu fjögurra ára

Brim gerist bakhjarl Hins íslenska bókmenntafélags til næstu fjögurra ára og styrkir félagið um 16 milljónir króna á því tímabili.

2021

Sjálfbær skuldabréf gefin út

Brim í samstarfi við Íslandsbanka gefur út skuldabréf sem falla undir sjálfbæran fjármögnunarramma félagsins og eru kennd við grænan og bláan lit. Með útgáfu skuldabréfanna fjármagnar Brim verkefni sem stuðla að sjálfbærni og hafa jákvæð áhrif á umhverfið og snúa blá skuldabréf að verkefnum tengdum hafi og vatni. Skuldabréfin eru fyrstu sinnar tegundar sem gefin eru út af Brimi og jafnframt þau fyrstu á Íslandi sem falla undir bláan og grænan fjármögnunarramma.

2020

Samfélagsstefna Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi undirrituð.

Samfélagsstefna Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi undirrituð.

2018

Fyrsta samfélagsskýrsla félagsins gefin út

HB Grandi birtir sína fyrstu samfélagsskýrslu fyrir árið 2017, samhliða ársskýslu. Félagið er jafnframt fyrsta sjávarútvegsfyrirtækið á Íslandi til að gefa út samfélagsskýrslu.

2017

Viðurkenningar streyma til félagsins

HB Grandi fær loftslagsviðurkenningu Reykjavíkurborgar og Festu. Marshallhúsið hlýtur hönnunarverðlaun Íslands og Þúfan hlýtur fegrunarviðurkenningu Reykjavíkurborgar.

2016

Félagið gerist bakhjarl GSSI

HB Grandi og önnur fimm fyrirtæki á sviði sjávarafurða gerast bakhjarlar (funding partners) samtakanna Global Sustainable Seafood Initiative (GSSI). Markmiðið með starfsemi GSSI er að auka gagnsæi í vottunum um sjálfbærni í sjávarútvegi og fiskeldi. Auðvelda þannig samanburð og efla traust og stuðla þannig að upplýstu vali í viðskiptum með vottaðar sjávaarafurðir.

2015

Marshall húsið verður listamiðstöð

Ráðist í endurgerð á Marshall húsinu og samið við Reykjavíkurborg um að leigutryggja verkefnið. Í húsinu verður aðsetur Nýlistasafnsins og listamannarekna gallerísins Kling og Bang. Einnig verður þar vinnustofa og sýningarrými Ólafs Elíassonar. Á neðstu hæðinni er veitingastaður.

2014

Félagið gerist aðili að Festu, þekkingarmiðstöð fyrirtækja um samfélagsábyrgð

HB Grandi hf. gerist aðili að Festu, þekkingarmiðstöð fyrirtækja um samfélagsábyrgð. Félagið lítur svo á, að aukin árhersla verði á komandi árum á samfélagslega ábyrgð en það hefur verið metnaður félagsins að öll starfsemi endurspegli ábyrgð gagnvart umhverfinu og samfélaginu sem það starfar í.

2013

Samkeppni um útilistaverk - Þúfan verður til

Listaverkið Þúfa sem stendur við vestanverða innsiglinguna að Reykjavíkurhöfn, gegnt Hörpu eftir Ólöfu Nordal myndlistarmann vígt. Verkið er afrakstur samkeppni sem HB Grandi efndi til í samvinnu við Samband íslenskra myndlistamanna (SÍM) og Faxaflóahafnir í tengslum við byggingu frystigeymslunnar Ísbjarnarins.

2010

Alþjóðlegt matvælavottunarkerfi tekið upp á Vopnafirði

International food standard (IFS) alþjóðlegt matvælavottunarkerfi tekið upp á Vopnafirði. Með því hefur HB Grandi tekið upp samræmt gæðastjórnunarkerfi í landvinnslum sínum.

2010

Þorskveiðar innan íslensku fiskveiðilögsögunnar fá alþjóðlega vottun

Sá merki áfangi náðist í íslenskri sjávarútvegssögu að veiðar Íslendinga á þorski innan íslensku fiskveiðilögsögunnar fá alþjóðlega vottun IRF, um það að veiðarnar séu í samræmi við ströngustu kröfur um ábyrga fiskveiðistjórn, sjálfbæra nýtingu og góða umgengni um auðlindir sjávar.

2000

Viðurkenning frá Fræðsluráði Reykjavíkur vegna fræðslumála

Grandi hlýtur viðurkenningu frá fræðsluráði Reykjavíkur fyrir framlag Granda til fræðslumála vegna Grandadagsins.

1996

„Fiskur já takk“

Árlegur Grandadagur haldinn hátíðlegur undir yfirskriftinni „Fiskur já takk“ um 2.000 manns heimsóttu fyrirtækið af því tilefni. Fleiri en 15.000 börn hafa heimsótt félagið frá því fyrst var haldið upp á daginn 1989. Auk grunnskólabarna heimsóttu 70 eldri borgarar frá félagsstarfi eldri borgara Gerðubergi Granda.

1995

Tvær milljónir í forvarnarstarf SÁÁ í tilefni af 10 ára afmæli Granda

Haldið var upp á 10 ára afmæli Granda 17. nóvember með margvíslegum hætti. Meðal annars ákváðu forráðamenn Granda að minnast afmælisins með því að gefa tvær milljónir króna í forvarnarstarf SÁÁ.

1989

Fyrsti Grandadagurinn haldinn hátíðlegur

Öllum 11 ára nemendum frá grunnskólum borgarinnar boðið í heimsókn í fiskiðjuverið Norðurgarði til að kynnast sjávarútvegi og vinnslu sjávarafurða. Smá vinnsla var í gangi og auk þess var sýning tengd veiðum og vinnslu sett upp á göngum og í matsal og boðið var upp á fiskibollur. Mikill metnaður var lagður í daginn og flestir starfsmenn virkjaðir í móttöku þessara ungu og skemmtilegu gesta.

Umhverfis- og loftslagsstefna

Brim hefur um árabil unnið markvisst að framþróun á sviði umhverfis og samfélags. Á árinu 2021 setti stjórn Brims skýr markmið á sviði umhverfis. Árið 2022 var umhverfis- og loftslagsstefna mótuð. Markmið stefnunnar er aukin verðmætasköpun í sátt við umhverfi og samfélag

Umhverfis- og loftslagsstefna

Brim hefur um árabil unnið markvisst að framþróun á sviði umhverfis og samfélags. Á árinu 2021 setti stjórn Brims skýr markmið á sviði umhverfis. Árið 2022 var umhverfis- og loftslagsstefna mótuð. Markmið stefnunnar er aukin verðmætasköpun í sátt við umhverfi og samfélag

Sjálfbærniskýrslur Brims

Áherslumarkmið

Heimsmarkmiðin

Starfsemi Brims er umfangsmikil og snertir öll heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Brim horfir þó sérstaklega til þriggja heimsmarkmiða í starfsemi sinni en þau snúa að nýsköpun (nr. 9) , ábyrgri neyslu og framleiðslu (nr. 12) og lífi í vatni (nr. 14).

Nýsköpun og uppbygging

Nýsköpun og uppbygging

Nýsköpun skapar aukin verðmæti og á sama tíma er dregið úr áhrifum á umhverfið. Ný tækni og nýir ferlar bæta meðferð á hráefni og auka nýtingu á sama tíma og leitast er við að draga úr sóun og þar með notkun á auðlindum.

Ábyrg neysla og framleiðsla

Ábyrg neysla og framleiðsla

Brim framleiðir hágæða matvæli og er stöðugt að leita leiða til að auka nýtingu hráefnis og finna farveg fyrir annað hráefni sem fellur til við framleiðsluna. Einnig er allt sorp sem fellur til í starfseminni flokkað hvort sem það fellur til á sjó eða landi. Þannig styðjur Brim við hringrásarhagkerfið.

Líf í vatni

Líf í vatni

Brim leitar stöðugt leiða til að draga úr áhrifum af starfseminni á umhverfið. Það er hagsmunamál allrar þjóðarinnar að ástand fiskistofna sé sjálfbær og tryggja þannig að sjávarútvegur verði áfram grunnstoð í samfélaginu. Líf í vatni og virðing fyrir vistkerfi hafsins er grundvöllur fyrir því að við getum stundað veiðar um ókomna tíð.

Fróðlegt
  • Brim hefur fengið vottanir um að veiðar félagsins séu ábyrgar og sjálfbærar samkvæmt alþjóðlegum stöðlum Iceland Responsible Fisheries (IRF) og Marine Stewardship Council (MSC).
  • Brim er bakhjarl samtakanna Global Sustainable Seafood Initiative (GSSI). Markmiðið þeirra er að auka gagnsæi í vottunum um sjálfbærni í sjávarútvegi og fiskeldi.

Ábyrgar veiðar - virðing við hafið 

Hafið í kring um Ísland er dýrmæt og viðkvæm auðlind. Brim hefur miklu ábyrgðarhlutverki að gegna þegar kemur að sjávarauðlindinni og tekur virkan þátt í ýmsu samstarfi sem stuðlar að sjálfbærni fiskistofnanna við landið og heilbrigðu lífríki hafsins.

Grundvöllur ábyrgra veiða við Ísland er fiskveiðistjórnunarkerfið og lög um stjórn fiskveiða, sem grundvallast á aflamarki í fisktegundum sem nauðsynlegt þykir að takmarka veiðar á.

Fróðlegt
  • Brim hefur fengið vottanir um að veiðar félagsins séu ábyrgar og sjálfbærar samkvæmt alþjóðlegum stöðlum Iceland Responsible Fisheries (IRF) og Marine Stewardship Council (MSC).
  • Brim er bakhjarl samtakanna Global Sustainable Seafood Initiative (GSSI). Markmiðið þeirra er að auka gagnsæi í vottunum um sjálfbærni í sjávarútvegi og fiskeldi.
Fróðlegt
  • Endurnýjun hluta skipaflotans eykur skilvirkni við veiðar og minnkar kolefnissporið. Endurnýjun í vinnslum stuðlar að minni rafmagns- og vatnsnotkun, dregur úr sóun og bætir aðbúnað starfsfólks.
  • Hugbúnaðarþróun, snjallvæðing og gagnasöfnun færir okkur ótal möguleika, svo sem að safna gögnum um umhverfisþætti, ná fram hagkvæmni í eldsneytisnotkun og rekja virðiskeðjuna frá veiðum til afhendingar.

Fjárfesting í nýsköpun og hátæknibúnaði eykur sjálfbærni

Nýsköpun, endurnýjuð tæki, skip og uppbygging nýrra innviða gefur mikilvæg tækifæri til að huga að sjálfbærni okkar á öllum sviðum. Með því að horfa stöðugt til framtíðar getum við skapað meiri verðmæti án þess að ganga á auðlindirnar, minnkað sóun og aukið skilvirkni.

Níunda heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun hvetur til uppbyggingar innviða, sjálfbærrar iðnvæðingar og nýsköpunnar. Rannsóknir, þróun og nýsköpun eru sérstaklega nefndar sem forsendur efnahagslegra framfara og samfélagslegs velfarnaðar.

Fróðlegt
  • Endurnýjun hluta skipaflotans eykur skilvirkni við veiðar og minnkar kolefnissporið. Endurnýjun í vinnslum stuðlar að minni rafmagns- og vatnsnotkun, dregur úr sóun og bætir aðbúnað starfsfólks.
  • Hugbúnaðarþróun, snjallvæðing og gagnasöfnun færir okkur ótal möguleika, svo sem að safna gögnum um umhverfisþætti, ná fram hagkvæmni í eldsneytisnotkun og rekja virðiskeðjuna frá veiðum til afhendingar.
Fróðlegt
  • Brim gefur út árs- og samfélagsskýrslu á hverju ári sem styðst við forskrift Global Report Initiative, sem er viðurkenndur alþjóðlegur mælikvarði á samfélagsábyrgð.
  • Öll veiðarfæri á vegum Brims eru flokkuð og endurunnin. Brim vinnur náið með framleiðendum veiðarfæra til að auka afla, bæta meðferð fisks og draga úr orkunotkun.

Góð umgengni og nýting skilar öllum ávinningi

Góð umgengni við auðlindina og umhverfið auk góðrar nýtingar á öllu sem notað er, skilar ávinningi fyrir fyrirtækið, náttúruna, samfélagið og komandi kynslóðir. Brim leggur sérstaka áherslu á sjálfbæra nýtingu sjávarauðlindarinnar en gætir sömuleiðis að t.d. orkunotkun, kolefnisspori, sóun og úrgangsmálum.

Í samræmi við tólfta heimsmarkmið SÞ viljum við innleiða hringrásarhugsun í öllu okkar starfi, tryggja að þolmörk náttúrunnar séu virt og að hægt verði að njóta auðlindanna okkar um langa framtíð.

Fróðlegt
  • Brim gefur út árs- og samfélagsskýrslu á hverju ári sem styðst við forskrift Global Report Initiative, sem er viðurkenndur alþjóðlegur mælikvarði á samfélagsábyrgð.
  • Öll veiðarfæri á vegum Brims eru flokkuð og endurunnin. Brim vinnur náið með framleiðendum veiðarfæra til að auka afla, bæta meðferð fisks og draga úr orkunotkun.