Hlutabréfaverð BRIM

Fjárhagsdagatal 2024

Birting fjárhagsupplýsinga á sér stað eftir lokun markaða. Staðsetning og tími kynningafunda er gefinn upp í sömu tilkynningu til Kauphallar.

  • F4 2023
    22 febrúar, 2024
  • Aðalfundur 2024
    21 mars, 2024
  • F1 2024
    23 maí, 2024
  • F2 2024
    29 ágúst, 2024
  • F3 2024
    21 nóvember, 2024
  • F4 2024
    27 febrúar, 2025

Félagið hefur verið skráð á markaði frá árinu 1992

Saga félagsins á hlutabréfamarkaði er löng en þann 15. desember 1992 var Brim sem þá hét Grandi hf. skráð á hlutabréfamarkað Verðbréfaþings Íslands. Gengi hlutabréfa félagsins hafði verið skráð hjá Verðbréfaþingi Íslands frá 1989 og gengu hlutir kaupum og sölum á opna tilboðsmarkaðnum á því tímabili.

Félagið var á aðallista Kauphallarinnar til ársins 2006 en færðist þá yfir á iSEC markað Kauphallarinnar.

Þann 25. apríl 2014 hóf­ust viðskipti með hluta­bréf félagsins á aðal­markaði NASDAQ kaup­hall­ar­inn­ar á Norðurlöndum í kjölfar hlutafárútboðs stórra hluthafa á 27% hlutafjár félagsins.