Afurðir

Framúrskarandi afurðir úr ferskum sjó

Brim framleiðir hágæða matvæli og hliðarafurðir þar sem lög er áhersla á að fullnýta það hráefni sem að landi kemur.

Framúrskarandi afurðir úr ferskum sjóFramúrskarandi afurðir úr ferskum sjó

Okkar afurðir

Brim leggur metnað sinn í mikil gæði og heilnæmar og hollar afurðir framleiddar úr fiski sem aflað er úr hreinu hafinu umhverfis Ísland. Brim er með samþættan rekstur veiða, vinnslu og markaðssetningar sem stuðlar að skilvirkari framleiðslu og tryggir óhefta leið aflans til kaupanda. Auðvelt er að rekja slóð afurðanna frá sjó, að afhendingu til kaupanda.

Vottanir

Brim hefur öðlast ýmsar alþjóðlegar gæðavottanir sem tengjast matvælum og matvælaframleiðslu eins og IFS, FEMAS, IFFO og HACCP en markmið Brims er að tryggja rekjanleika og gæði til viðskiptavina um allan heim.
Brim leggur áherslu á sjálfbæra nýtingu fiskstofna og ábyrgð gagnvart umhverfi og samfélagi. Brim sækir vottun á afurðir sínar eftir því sem við á og sem dæmi má nefna IRF (Iceland Responsible Fisheries), Marine Stewardship Council (MSC) og GSSI (Global Sustainable Seafood Initiative).

Botnfiskur

Botnfiskar lifa og nærast aðallega á, við eða nálægt hafsbotni, allt frá nokkurra metra dýpi niður á 600 metra eða dýpra en eru algengastir á 100-400 metra dýpi. Bonfiskar eru flestir dökkleitir, oft með enn dekkri blettum eða rákum á baki og hliðum, en ljósari eða hvítir á þeirri hliðinni, sem niður snýr. Djúpsjávarfiskar eru oftast dökkir, stundum kolsvartir eða jafnvel rauðir. Rauði liturinn virkar svartur á miklu dýpi.
Helstu botnfisktegundir sem Brim veiðir og vinnur eru þorskur, karfi, ufsi, ýsa, grálúða og gulllax.

Uppsjávarfiskur

Til uppsjávarfiska teljast algengustu fisktegundir heimsins. Hér við land eru það loðna, síld og makríll sem mest er veitt af en minna er veitt af kolmunna. Í hlýrri höfum eru það ansjósur og sardínur sem eru mun meira áberandi. Uppsjávarfiskar hafa tiltölulega einfalt litamynstur, eru ljósir á kvið, silfraðir á hliðunum og grænleitir eða dökkir á hryggnum. Það sem einkennir margar tegundir uppsjávarfiska er að þær ganga að landinu í torfum, vaða í yfirborðinu og eru veiddar í meira magni en aðrar tegundir.
Helstu uppsjávartegundir sem Brim veiðir og vinnur eru loðna, síld, makríll og kolmunni.

Afurðir

Samþætt starfsemi við veiðar, vinnslu og markaðssetningu tryggir að Brim geti framleitt afurðir í samræmi við kröfur markaðarins. Auk þess gefur fjölbreytt starfsemi félagsins kost á að bjóða breitt vöruúrval. Brim leggur metnað sinn í mikil gæði og heilnæmar og hollar afurðir framleiddar úr fiski sem aflað er úr hreinu hafinu umhverfis Ísland. Gæðakerfi tryggja að mögulegt er að rekja uppruna afurðanna frá veiðum til markaðar eða frá markaði til veiða. Alþjóðlegar gæðavottanir samkvæmt IFS, FEMAS, IFFO og HACCP tryggja rekjanleika og gæði til viðskiptavina fyrirtækisins um allan heim.

4tegundir
Uppsjávarfiskur
7tegundir
Botnfiskur
2tegundir
Hliðarafurðir

Sölustjórar

Hafa samband
contact sales

Davíð J. Davíðsson

Sölustjóri, landfrystar afurðir

david@brim.is
Sími: 550 1027 - GSM: 858 1027
contact sales

Róbert Örn Guðmundsson

Sölustjóri, ferskar afurðir

robertg@brim.is
Sími: 550 1022 - GSM: 858 1022
contact sales

Sólveig Arna Jóhannesdóttir

Markaðs- og sölustjóri, sjófrystar afurðir

solveig@brim.is
Sími: 550 1012 - GSM: 858 1012
contact sales

Iceland Pelagic

Uppsjávarafurðir

icepel@icepel.is
Sími: 470 0070
www.icepel.is
contact sales

Icelandic Japan

Sala afurða Brims í Asíu

info@icelandic.is
Sími: +81 03 5472 0450