Fjölbreytt og krefjandi störf á sjó og á landi

Störfin okkar eru fjölbreytt, hvort sem er á sjó eða á landi.

Við höfum markað okkur skýra stefnu í mannauðsmálum með áherslu á jafnrétti, öryggi og góðan aðbúnað með það fyrir augum að fá hæft, traust og árangursmiðað fólk til liðs við okkur.

Skrunaðu

Fjölbreytt og krefjandi störf á sjó og á landi

Vinnustaðurinn

Starfsfólkið okkar leggur grunninn að verðmætasköpun fyrirtækisins með fjölbreyttri þekkingu og reynslu. Við leggjum áherslu á að innan fyrirtækisins starfi hæft og traust fólk sem af fagmennsku og ábyrgð tryggir sjálfbæra nýtingu og hagkvæmni í umgengni við auðlindina.

Brim hefur sett sér metnaðarfulla stefnu um öryggi og vellíðan starfsfólks á vinnustaðnum og hefur fylgt henni eftir m.a. annars með forvörnum og öryggisfræðslu auk endurnýjunar á skipum og vinnslum sem hafa stórbætt vinnuskilyrði og öryggi síðustu áratugi.

Brim er fjölskylduvænn vinnustaður þar sem áhersla er á jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Brim er jafnréttissinnaður vinnustaður þar sem leitast er við að fá jafnt karla og konur til starfa í hinum ólíku starfahópum vinnustaðarins. Brim hefur öðlast jafnlaunavottun og leyfi frá Jafnréttisstofu til að nota jafnlaunamerkið.

Starfsstöðvar

Starfsstöðvar Brims á landi eru í Reykjavík, á Vopnafirði og Akranesi. Á sjó má segja að hvert skip sé starfsstöð og því óhætt að segja að við höfum starfsstöðvar víðsvegar.

Atvinnuumsókn

Brim er traustur vinnustaður sem leggur áherslu á að ráða starfsfólk með framúrskarandi hæfni. Brim leggur áherslu á gott vinnuumhverfi, öryggi og góðan aðbúnað starfsfólks og fjárfestir markvisst í fræðslu og þjálfun starfsfólks.

Starfsfólk

Við sem störfum hjá Brimi komum ávallt fram af heilindum. Við sýnum samstarfsfólki okkar virðingu og traust og berum virðingu fyrir ólíkum uppruna, skoðunum og fjölmenningu.

Skoðaðu starfsmannastefnuna okkar hér.