icon

Árs- og sjálfbærniskýrsla Brims 2024

Fréttir16 jan 2026

Channel 5 segir að þjóðarréttur Breta sé íslenskur

Channel 5 segir að þjóðarréttur Breta sé íslenskur

Breska sjónvarpsfréttastofan Channel 5 fjallaði nýverið um þá staðreynd að uppáhaldsréttur breskrar alþýðu, fiskur og franskar, væri ekki breskur heldur kæmi hráefnið helst frá Íslandi. Í fréttinni er fjallað um hvernig fjarað hefur undan vinnslu og veiðum þar í landi vegna þess hversu hratt hefur gengið á þorskstofninn í Norðursjónum. Fréttamenn heimsóttu Ísland og könnuðu hvernig stæði á því að íslenskur sjávarútvegur gæti þjónað breska markaðnum en sá breski ekki. Í þeim tilgangi ræddu þeir við starfsfólk Brims um hvernig staðið væri sjálfbærum veiðum og arðbærri vinnslu á þorski hjá fyrirtækinu. Í fréttinni kemur skýrt fram hversu vel er staðið að sjávarútvegi á Íslandi og að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eru í fremstu röð í vinnslu sjávarafurða.

Frétt Channel 5 er aðgengileg á fésbókarsíðu sjónvarpsstöðvarinnar.