Á sjó og á landi
Starfsstöðvar Brims eru bæði á sjó og á landi.
Skrunaðu
Á sjó
Brim gerir út uppsjávarskip, frystitogara og ísfiskitogara. Ýmis störf eru um borð og eins er fjöldi í áhöfn misjafn eftir tegundum skipa sem og úthaldsdagar. Úthald frystitogara getur til að mynda verið hátt í mánuður, á meðan í einstaka tilfellum hægt er að telja úthald uppsjávarskipa í klukkustundum.
Akurey var smíðuð árið 2017 í Tyrklandi. Sjálfvirkt lestarkerfi er í skipinu og er það verk unnið af Skaganum 3X á Akranesi.
Viðey var smíðuð árið 2017 í Tyrklandi og kom til heimahafnar 21.desember 2017. Sjálfvirkt lestarkerfi er í skipinu og er það verk unnið af Skaganum 3X á Akranesi.
Helga María var smíðuð árið 1988 í Flekkefjord í Noregi.
Vigri var smíðaður árið 1992 í Flekkefjord í Noregi.
Venus var smíðuð árið 2015 í Celiktrans í Tyrklandi.
Víkingur var smíðaður árið 2015 í Celiktrans í Tyrklandi.
Svanur var smíðaður árið 1999 hjá Sanab & Slipen Mek Verkstad As.
Línubátur, smíðaður 2018 af Trefjar
Smíðuð árið 1987 af Langsten Slip & Båtbyggeri A/S
Smíðuð 2001 af Myklebust Mekaniske Verksted
Á landi
Starfsstöðvar Brims á landi eru í Reykjavík, á Vopnafirði og Akranesi.
Við Norðurgarð í Reykjavík er aðalskrifstofa Brims en þar er einnig botnfiskvinnslan sem er ein sú tæknivæddasta í heiminum. Á skrifstofunni er yfirstjórn botnfisk- og uppsjávarsviðs staðsett ásamt fjármála- og mannauðssviði. Í botnfiskvinnslunni eru fjölmörg og fjölbreytt störf en þar eru framleiddir þúsundir matarskammtar á hverjum degi úr hágæða hráefni.
Í uppsjávarvinnslu Brims á Akranesi eru unnin loðnuhrogn. Vinnslan er eingöngu starfrækt á loðnuvertíðinni í febrúar til mars. Húsnæðið er sérhæft og starfsfólkið sérþjálfað í vinnslu á loðnuhrognum. Á Akranesi er einnig starfrækt fiskmjölsverksmiðja sem vinnur úr loðnu- og botnfiskhrati.
Á Vopnafirði er heimavöllur uppsjávarvinnslu Brims. Þar er vinnsla sem er sérhæfð til vinnslu á uppsjávartegundum. Einnig er þar starfrækt fiskmjölsverksmiðja og efnarannsóknastofa þar sem framkvæmdar eru mælingar á ferskleika, fituinnihaldi og fleiru sem tengist starfseminni.
Dótturfélög Brims á Íslandi eru með starfsstöðvar á suðvesturhorni landsins. Fiskvinnslan Kambur er með sínar starfsstöðvar í Hafnarfirði. Vignir G. Jónsson á Akranesi og Seafood Serivices í Reykjavík.