Afurðir / Þorskur

Þorskur

Gadus morhua

Þorskurinn getur náð 30 ára aldri og orðið allt að 50 kg að þyngd en vöxtur er mjög breytilegur eftir hafsvæðum. Stærsti þorskur sem veiðst hefur hér við land var 186 cm og 17 ára gamall. Þorskur er straumlínulaga fiskur, kjaftstór og með skeggþráð á höku. Fiskurinn notar skeggþráðinn til að leita að fæðu á sjávarbotni. Litur er breytilegur eftir aldri og umhverfi en oftast eru þorskar gulgráir á baki og hliðum með dökkum deplum. Ungir þorskar eru rauðleitir eða brúnir, þeir lifa gjarnan í þaraskógum og þessir litir falla vel inn í umhverfið þar. Eldri þorskar eru oft gulgráir með dökkum blettum að ofan og á hliðum og ljósari að neðan. Bakuggar þorsks eru þrír og raufaruggar tveir, eyruggar eru stórir og rákin er mjög greinileg. Þorskurinn er útbreiddur í Norður-Atlantshafi, Eystrasalti og Barentshafi. Við Ísland er þorskurinn algengur allt í kringum landið. Þorskurinn heldur sig bæði á sand- og leirbotni og einnig á hraunbotni. Einnig þvælist hann upp um sjó í ætisleit eða við hrygningu. Þorskurinn er botnfiskur sem lifir á ýmsu dýpi allt frá nokkrum metrum og niður á 600 m eða dýpra. Hér við land er þorskurinn algengastur á 100-400 m en veiðist sjaldan dýpra en á 550 m. Þorskurinn er mjög gráðugur fiskur og má segja að hann éti allt sem að kjafti kemur og hann ræður sæmilega við. Í mögum þorska hafa fundist flestir ef ekki allir hópar sjávardýra.

Samband við söludeild
Sjófryst
  • Flök
  • Stærðarflokkað
  • 3x9 kg
Umbúðir

3x9 kg

Ferskt
  • Hnakkar
  • Bakflök
Umbúðir

3 kg, 5 kg eða 10 kg kassar

Landfryst
  • Hnakkar
  • Flakabitar
  • Blokk
  • Marningur
Umbúðir

5 kg
Tröllakassar

Næringargildi

Næringargildi í 100 g

  • kj328
  • kcal78
  • prótein18,1
  • fita0,5
  • kolvetni0
  • trefjar0

Fiskimið

Veiðitímabil

Allt árið

Fiskimið

Þorskurinn veiðist í kringum allt landið. Helstu þorskmið Íslendinga eru þó á Halamiðum norðvestur af Vestfjörðum, í Kolluáli sem er við utanvert Snæfellsnes, við Reykjanesskaga og Lónsdjúp.