Afurðir / Makríll

Makríll

Scomber scombrus

Makríllinn er nokkuð stærri en síld, 40-60 sm á lengd, en þekkt er að fiskar geta orðið meira en 66 cm langir. Fiskurinn verður kynþroska við 2-3 ára aldur. Í lok fyrsta árs er makríll um 27-28 cm og er þyngdin þá 160-179 gr. Við níu ára aldur er meðallengd makríls um 40 cm og þyngdin um og yfir 600 gr. Makríll er uppsjávar-, torfu- og göngufiskur. Hann er ágætur sundfiskur og mjög hraðsyndur. Makríll er gildastur um miðjuna, mjókkar jafnt til beggja enda. Höfuðið er miðlungsstórt keilumyndað og frammjótt. Hann er eilítið yfirmyntur og munnurinn í stærra lagi. Tennur eru í einni röð á skoltum og gómbeinum og fáeinar á plógbeini, en allar smáar. Augun eru í minna lagi og yfir þeim húðfelling aftan og framan. Ofan á höfði og baki er litur makrílsins grasgrænn með 30-35 dökkum hlykkjóttum skárákum á endilöngu baki, hliðarnar eru silfurgljáandi með gullinni og purpuralitri slikju, en kviðurinn hvítur, perlugljáandi. Annars getur liturinn verið nokkuð breytilegur. Makríll er úthafsfiskur, algengur í svölum sjó og heldur sig í torfum nálægt yfirborði. Á veturna heldur makríllinn sig djúpt á hafi úti en þegar vora tekur, safnast hann saman í miklar torfur og færir sig nær landi, til hrygningar og fæðuöflunar, þar sem vatnshiti er milli 11 °C og 14 °C. Markríll er svifæta og heldur sig þar sem áta og hitastig er hagstætt. Í ætisleit fer hann í miklar göngur norður um Noregshaf, norður með Noregi og síðustu ár til Íslands. Fæða makrílsins er breytileg eftir aldri og stærð hans. Ungfiskurinn étur fiskilirfur og krabbasvif svo sem ljósátu. Fullorðinn fiskur étur einnig krabbaflær svo sem ljósátu og rauðátu en einnig aðra hryggleysingja sem finnast í uppsjónum eins og pílorma. Fullorðinn makríll er einnig mikil fiskiæta, hann étur sandsíli, síld, brisling og sardínur.

Samband við söludeild
Sjófryst
empty

Ekki í boði

Ferskt
  • Mjöl og lýsi
Umbúðir

Landfryst
  • W/R, stærðarfl. 300-500 g | 400-600 g | 500g+ | 600g+
  • H/G, stærðarfl. 250g+, 300g+
  • Flök, stærðarfl. 60 g+ | 70 g+ | 90 g+
Umbúðir

W/R: blástursfryst 1x20 kg, blokkfryst 2x12 kg
H/G: blokkifryst 2x12 kg
Flök: blokkfryst 2x15 kg

Næringargildi

Næringargildi í 100 g

  • kj1291
  • kcal311
  • prótein19,6
  • fita20-25
  • kolvetni0
  • trefjar0

Fiskimið

Veiðitímabil

Júlí - September

Fiskimið

Það er breytilegt eftir árum hvar uppsjávarfiskar veiðast.