Afurðir / Síld

Síld

Clupea harengus

Síld hefur verið kölluð silfur hafsins vegna þeirra verðmæta sem hún skapaði íslensku þjóðinni á síðustu öld. Fullvaxin síld er um 30 cm að lengd en getur orðið allt að 50 cm og 500 gr að þyngd. Síldin er blágræn á baki með purpurarauðri og fjólublárri slikju. Á hliðum og kviði er hún silfurgljáandi með fjólublárri slikju. Trýni er dökkblátt og uggar gráleitir. Hún er fremur hávaxin og þunnvaxin, hreistur er stórt og laust og rákin er varla sýnileg. Haus er í meðallagi stór, snjáldrið stutt og kjaftur lítill, en getur þanist út. Neðri skoltur teygist fram, og er síldin því yfirmynnt. Tennur eru mjög litlar. Síldin er frekar bollöng en stirtlustutt. Síldin er uppsjávar- og miðsævisfiskur og finnst frá yfirborði sjávar niður á allt að 250 metra dýpi. Á hafsvæðinu við Ísland eru nokkrir síldarstofnar, en þeir eru íslenska sumargotssíldin, íslenska vorgotssíldin og norsk-íslenski stofninn. Aðalfæða fullorðinnar síldar er ýmiss konar smákrabbadýr og er þar fremst í flokki rauðáta (Calanus finmarcicus) og skyldar tegundir. Þá étur hún mikið af ljósátu, ýmsar marflóategundir, vængsnigla og pílorma.

Samband við söludeild
Sjófryst
empty

Ekki í boði

Ferskt
  • Mjöl og lýsi
Umbúðir

Landfryst
  • Flök, stærðarfl. 50-80 g | 40-90 g
  • Samflök, stærðarfl. 4/7 | 5/8 | 6/10
  • Heil, 300+, 350+, 400+
Umbúðir

2x15 kg (Blokkfryst)

1x20 kg (Blástursfryst)

Næringargildi

Næringargildi í 100 g

  • kj783
  • kcal187
  • prótein19,3
  • fita12,3
  • kolvetni0
  • trefjar0

Fiskimið

Veiðitímabil

Lok júlí - desember

Fiskimið

Það er breytilegt eftir árum hvar uppsjávartegundir veiðast.