Kolmunni
Micromesistius poutassou
Kolmunni getur orðið allt að 50 cm á lengd en samkvæmt mælingum fiskifræðinga er hann oftast 30-40 cm. Munnur hans er svartur að innan og dregur hann nafn sitt af því. Kolmunni er af þorskfiskaætt eins og nokkrir af þekktustu nytjafiskum Íslandsmiða. Kolmunni er fremur smávaxinn, rennilegur, lang- og grannvaxinn. Gotraufin er mjög framarlega á stuttum bolnum, en styrtlan er löng og sterk. Hausinn er meðalstór, augu fremur stór og munnurinn í meðallagi. Fiskurinn er yfirmynntur og hefur engan hökuþráð. Bakuggar eru þrír og raufaruggar tveir. Kviðuggar kynjanna eru ólíkir þar sem uggar hængsins hafa mun lengri ytri geisla. Eru þeir fremur smáir og staðsettir nokkuð framan við eyruggana sem eru í meðallagi stórir. Sporðurinn er sýldur og hvasshyrndur, hreistrið er frekar stórt og þunnt. Kolmunninn er silfurgrár á baki, hliðum og á kvið. Mógrá rákin er hátt uppi á bolnum og aðeins sveigð niður aftan til á móts við aftasta bakugga. Kolmunninn er úthafs-, miðsævis- og uppsjávarfiskur en yngri fiskar halda sig mikið við botn. Kolmunninn finnst á ýmsu dýpi allt frá yfirborði og niður á 1000 m. Aðalhrygningarsvæði kolmunnans í Norðaustur-Atlantshafi er við landgrunnsbrúnina norðvestan og vestan Bretlandseyja og norður undir færeyska landgrunnið þar sem hann hrygnir nálægt botni á 250-450 m dýpi. Við Ísland er kolmunni einkum undan Vestur-, Suður- og Austurlandi en hann hefur einnig sést undan Norðurlandi. Veiðisvæðið er austur og suðaustur af Íslandi. Fæða kolmunnans er fjölbreytileg. Yngri kolmunni étur ýmiskonar svifdýr og fiskaseiði en eldri og stærri kolmunnar éta m.a. rauðátu, ljósátu, smáan smokkfisk auk ýmissa smáfiska eins og laxsíldir o.fl.
Samband við söludeildSjófryst
Ekki í boði
Ferskt
- Mjöl og lýsi
Umbúðir
Landfryst
Ekki í boði
Næringargildi
Næringargildi í 100 g
- kj337
- kcal79
- prótein18,1
- fita0,8
- kolvetni0
- trefjar0
Fiskimið
Veiðitímabil
Apríl - Maí
Fiskimið
Það er breytilegt eftir árum hvar uppsjávarfiskar veiðast.