Fréttir01 des 2025
Veiðigjöldin eru ógagnsæ og ófyrirsjáanleg

Veiðigjöld áranna 2023 og 2024 voru um 10 milljarðar króna hvort árið. Áætluð veiðigjöld á þessu ári eru 14 milljarðar króna en endanleg gjöld liggja ekki fyrir. Á næsta ári eru þau áætluð samkvæmt frumvarpi sem Alþingi samþykkti fyrr á árinu um 17,3 milljarðar króna en enginn veit hver þau verða á endanum. Á þessari auglýsingu frá Brimi má lesa lögin um hvernig veiðigjöld eru reiknuð. Þar sést mjög vel hversu ógagnsæ og ófyrirsjáanleg álagning veiðigjaldanna er í raun og veru.
