icon

Árs- og sjálfbærniskýrsla Brims 2024

Fréttir01 okt 2025

Brim & KFÍA framlengja samstarfið

Brim & KFÍA framlengja samstarfið

KFÍA og BRIM undirrituðu framlengingu á samstarfssamningi fyrir sigurleik ÍA á móti KR á laugardag. Samningurinn gildir til næstu tveggja ára og markar áframhaldandi og öflugt samstarf félaganna.

Samstarf okkar á sér langa og farsæla sögu — allt frá HB, HB Granda og nú Brim. Brim hefur verið og verður áfram einn af aðalstyrktaraðilum ÍA og er félaginu ómetanlega dýrmætt.

Það sem vekur sérstaka ánægju er að Brim ætlar nú að stækka samstarfið enn frekar, með skýra áherslu á barna- og unglingastarf félagsins. Innan skamms munu yngri flokkar ÍA leika heimaleiki sína á BRIM vellinum.

Stuðningur Brim við Knattspyrnufélag ÍA er gríðarlega mikilvægur fyrir þau framtíðarskref sem félagið ætlar sér að taka.

Eggert Herbertsson, formaður KFÍA:
„Það er okkur afar dýrmætt að hafa Brim sem traustan bakhjarl. Með þessu samstarfi styrkjum við grunninn að öflugu barna- og unglingastarfi og tryggjum um leið áframhaldandi framfarir fyrir félagið í heild. Brim setur enn frekari kröfur á félagið í áframhaldandi uppbyggingu barna- og unglingastarfs og tökum við þeim kröfum fagnandi“

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri BRIM:
„Við hjá Brim leggjum mikla áherslu á að styðja samfélagið á Akranesi. Það er okkur sérstaklega ánægjulegt að geta tekið enn virkan þátt í barna- og unglingastarfi ÍA, sem skiptir sköpum fyrir uppeldi og framtíð unga fólksins á Akranesi og nærumhverfi þess"