Sjómannadagurinn 85 ára
Stjórnendur Brims óska sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með sjómannadaginn sem haldinn er hátíðlegur í dag. Eru nú liðin 85 ár frá því að fyrst var haldið upp á daginn.
Á síðu Wikipediu segir eftirfarandi um sjómannadaginn:
,,Sjómannadagurinn er fyrsti sunnudagurinn í júní ár hvert, nema ef hvítasunnu ber upp á þann dag, þá er hann næsti sunnudagur þar á eftir. Hann er hátíðisdagur allra sjómanna. Dagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur þann 6. júní árið 1938 í Reykjavík og á Ísafirði en frá upphafi 20. aldar tíðkaðist að halda sérstakar sjómannamessur í kirkjum áður en þilskipin héldu til veiða eftir vetrarlægi, sem var yfirleitt 3. eða 4. sunnudag eftir þrettánda. Árið 1987var dagurinn lögskipaður frídagur sjómanna.”
Til þess er tekið hve fyrstu hátíðahöldin tókust vel og í Alþýðublaðinu 7. júní 1938 má lesaað sjómenn í Reykjavík og víðar að hafi gengið fylktu liði frá Stýrimannaskólanum um bæinn að Skólavörðuholti og fylgdi þeim aragrúi borgarbúa. Aðalhátíðahöldin fóru fram á holtinu en talið er að um 10.000 manns hafi safnast saman við Leifsstyttu.