icon

Árs- og sjálfbærniskýrsla Brims 2024

Fréttir17 jún 2022

Gleðilegan þjóðhátíðardag

Í dag er þjóðhátíðardagur Íslands. Af því tilefni senda stjórnendur Brims öllum landsmönnum bestu hátíðarkveðju.


Á Vísindavefnum segir m.a. þetta um 17. júní:


,,Þjóðhátíðardagur Íslendinga, 17. júní, er haldinn hátíðlegur ár hvert til þess að fagna lýðveldisstofnun hér á landi árið 1944. Fyrir þann tíma skipaði dagurinn þó einnig sess í hjörtum landsmanna, því að 17. júní var fæðingardagur Jóns Sigurðssonar (1811-1879), helstu sjálfstæðishetju Íslands. Dagurinn var valinn sem þjóðhátíðardagur til þess að heiðra framlag hans til baráttu Íslendinga fyrir sjálfstæði frá Dönum.


17. júní var í fyrsta skipti haldinn hátíðlegur í Reykjavík árið 1886. Þar var um að ræða einkaframtak Þorláks Ó. Johnson, kaupmanns í Reykjavík. Þau hátíðarhöld festust þó ekki í sessi og lítið fór fyrir deginum næstu árin. Á fyrstu árum 20. aldar tóku stúdentahreyfingar og ungmennafélög sig saman til að heiðra minningu Jóns á 17. júní, en þær skemmtanir voru þó yfirleitt fábrotnar. Fyrstu heimildir um vegleg hátíðarhöld á 17. júní eru frá árinu 1907, en þá var fæðingardags Jóns minnst með lúðraþyt og ræðuhöldum á Austurvelli í Reykjavík; samkoman taldi 4-6 þúsund manns, eða um helming allra bæjarbúa. Sambærilegar samkomur voru haldnar á Ísafirði og Akureyri.”