Afurðir / Gulllax

Gulllax

Argentina silus

Gulllax getur náð allt að 70 cm lengd en algeng stærð er 40-50 cm en vöxtur gulllaxa er frekar hægur. Hann getur orðið a.m.k. 25-30 ára gamall og kynþroska er náð þegar hann er 8-12 ára og um 36-40 cm langur. Gulllax finnst mest undan suðaustur-, suður- og vesturströndinni, frá Rósagarði og vestur á Halamið og Djúpál. Hans verður vart allt í kringum landið, en er sjaldséður norðanlands og austan. Fæðan er allskonar smákrabbadýr eins og ljósáta og marflær en einnig pílormar, smokkfiskur, kambhveljur og smáfiskar. Gulllax er miðsævis- og botnfiskur á leir- og sandbotni á 100-1400 metra dýpi en algengastur er hann á 300-600 m. Hann heldur sig við botn á daginn en syndir upp um sjó á nóttunni. Á veturna dýpkar hann á sér en kemur á grynnra vatn með vorinu.

Samband við söludeild
Sjófryst
  • WR
  • H/G stærðarflokkaður
Umbúðir

1x23 kg | 2x13 kg | 2x15 kg

Ferskt
empty

Ekki í boði

Landfryst
empty

Ekki í boði

Næringargildi

Næringargildi í 100 g

  • kj439
  • kcal104
  • prótein18,2
  • fita3,52
  • kolvetni0
  • trefjar0

Fiskimið

Veiðitímabil

Allt árið

Fiskimið

Mest undan suðaustur-, suður- og vesturströndinni, frá Rósagarði og vestur á Halamið og Djúpál.