FréttirSkrá á póstlista

23.12.2008

420 manns í árlegum jólaveislum

Það hefur tíðkast hjá HB Granda að bjóða starfsfólki félagsins í hátíðarmat í tilefni jólanna og var þar engin undantekning á í ár. Alls sóttu um 420 manns þessar árlegu jólaveislur í þremur starfsstöðvum félagsins að þessu sinni.


Að sögn Guðrúnar Öldu Elísdóttur starfsmannastjóra var fyrsta jólamáltíðin á Vopnafirði þann 17. desember sl. Nemendur frá tónlistarskóla bæjarins sáu um tónlistarflutning. Daginn eftir var komið saman í matsal HB Granda á Akranesi og þar sáu börn úr Tónlistarskóla Akraness um flutning tónlistar. Þriðja og síðasta jólaveislan var svo haldin í matsal HB Granda í Norðurgarði í Reykjavík þann 19. desember og léku nemendur frá Tónlistarskóla Seltjarnarnes á hljóðfæri. Að venju var boðið upp á íslenskt gæðahangikjöt og tilheyrandi meðlæti. Öllum þremur samkomunum lauk svo með því að starfsmenn fengu jólagjafir sínar afhentar.

 

Nýjustu fréttir

Allar fréttir