FréttirSkrá á póstlista

30.06.2008

Makríll meira en helmingur ,,síldaraflans”!

Faxi RE og Ingunn RE eru nú á síldveiðum fyrir austan land og eru skipin saman með eitt troll. Bræla hefur verið á miðunum en áður en brældi náðu skipin í 650 tonna afla tveimur holum. Uppistaða aflans var makríll!

Að sögn Ingimundar Ingimundarsonar, rekstrarstjóra uppsjávarveiðiskipa HB Granda, ákváðu skipstjórar skipanna að hefja veiðarnar vestan við Þórsbankann. Í fyrsta holi fengust 300 tonn og var hlutfall makríls um 34%. Aflinn í síðara holinu, sem tekið var austar á svæðinu, var 350 tonn. Hlutfall makríls í því var heil 70% og makrílaflinn í þessum tveimur holum var því um 350 tonn. Bræla er enn á miðunum en samkvæmt veðurspánni ætti að gefa aftur til veiða eigi síðar en á miðvikudag.

Sveinbjörn Sigmundsson, verksmiðjustjóri HB Granda á Vopnafirði, segir að allt sé klárt á staðnum til að taka á móti síld og öðrum afla. Sveinbjörn segist hafa fengið þær fréttir að mikið sé um átu í síldinni um þessar mundir þannig að hún henti ekki vel til vinnslu.

Nýjustu fréttir

Allar fréttir