FréttirSkrá á póstlista

22.08.2008

Áfram Ísland

Það ætlaði allt um koll að keyra í matsal HB Granda á Norðurgarði í dag þegar starfsmenn félagsins fylgdust með beinni útsendingu frá leik Íslands og Spánar í undanúrslitum Olympíuleikanna í handbolta fyrr í dag.


Að sögn Svavars Svavarssonar, markaðsstjóra HB Granda, ákváðu stjórnendur félagsins að bjóða starfsmönnum félagsins, sem eru af um 20 þjóðernum, upp á pizzur og gos á meðan leiknum stóð.

Mikil stemmning var í matsalnum eins og víðar í þjóðfélaginu og ákafur fögnuður braust út í leikslok þegar ljóst var að Ísland myndi keppa um gull í úrslitum handboltakeppninnar nk. sunnudag.

 

Nýjustu fréttir

Allar fréttir