FréttirSkrá á póstlista

18.04.2012

HB Grandi tekur þátt í sjávarútvegssýningunni í Brussel í áttunda sinn

Alls munu tæplega 30 íslensk fyrirtæki og samtök taka þátt í stærstu sjávarútvegssýningu heims sem haldin verður í Brussel í Belgíu dagana 24. til 26. mars nk. Meðal þeirra er HB Grandi en félagið hefur tekið þátt í sjávarútvegssýningunni , sem er helguð kynningu  og sölu á sjávarafurðum, frá árinu 2005 og verður þetta því í áttunda skiptið sem HB Grandi mun kynna starfsemi sína og afurðir á þessari mikilvægu sýningu.
 

Íslandsstofahefur haft veg og vanda af því að skipuleggja þátttöku flestra íslenskra fyrirtækja en um er að ræða tvær sýningar í einni. Annars vegar  European Seafood Exposition, sem er sjávarvörusýning, og Seafood Processing Europe, sem er ætluð fyrirtækjum sem framleiða vinnslutæki eða bjóða upp á þjónustu tengda útflutningi á sjávarafurðum. Á vef Íslandsstofu kemur fram að líkt og fyrr verði íslensku fyrirtækin á íslenskum þjóðarbásum á báðunum sýningunum. Það er samdóma álit sérfræðinga í sjávarútvegi að báðar sýningarnar séu þær stærstu og mikilvægustu fyrir sjávarútvegsfyrirtækin og þau sem þjónusta sjávarútveginn með einum eða öðrum hætti, því á þær mæta rúmlega 30.000  fulltrúar fyrirtækja sem kaupa afurðir, tæki og búnað af framleiðendum um allan heim.


Að sögn Svavars Svavarssonar, markaðsstjóra HB Granda, er undirbúningur vegna sýningarinnar í Brussel á lokastigi.


,,Við verðum áfram með sýningarbásinn okkar (nr. 839-1) í sýningarhöll 6 á því sýningarsvæði sem Íslandsstofa hefur til ráðstöfunnar og með svipaða uppsetningu og fyrr. Við eigum von á fjölmörgum heimsóknum á básinn þessa þrjá sýningardaga, jafnt frá núverandi viðskiptavinum sem og öðrum sem áhuga gætu haft á að skipta við okkur í framtíðinni. Við höfum áður stofnað til nýrra viðskiptasamninga í kjölfar sýningarinnar í Brussel og þessi vettvangur er einfaldlega sá besti og árangursríkasti sem völ er á í dag,“ segir Svavar en til marks um þá áherslu sem HB Grandi leggur á sýninguna í Brussel má nefna að alls munu 15 starfsmenn félagsins fara utan vegna hennar og vera á sýningarsvæðinu alla þrjá sýningardagana.

Nýjustu fréttir

Allar fréttir