FréttirSkrá á póstlista

23.12.2008

Tæplega 30 manns á starfsfræðslunámskeiðum

Nú þegar gert hefur verið hlé á landvinnslu hjá HB Granda vegna jólahátíðarinnar hefur tíminn verið notaður til þess að halda starfsfræðslunámskeið fyrir starfsfólk í fiskiðjuverum félagsins. Tæplega 30 manns sækja tvö námskeið af þessu sinni og eru starfsmennirnir af alls níu þjóðernum.


Að sögn Bergs Einarssonar, sem hefur umsjón með starfsfræðslunámskeiðunum hjá HB Granda, fer fyrra námskeiðið fram á ensku en það sækja sex Litháar, þrír Tælendingar, tveir Pólverjar og tveir Vietnamar en að auki er fólk frá Gana, Kósóvo, Mexíkó og Marokkó meðal þátttakenda. Á seinna námskeiðinu verða 11 starfsmenn sem eru frá Filipseyjum.

 
Markmiðið með starfsfræðslunámskeiðum fiskvinnslunar er að auka þekkingu starfsmanna á vinnslu sjávarafla, og gera þá hæfari til allra almennra fiskvinnslustarfa. Námskeiðin eru samtals 40 klukkustundir og taka til allra helstu þátta er varða starfið og starfsgreinina samkvæmt ákvörðun Starfsfræðslunefndar fiskvinnslunnar. Að þeim loknum hækka starfsmenn í launum sem svarar til tveggja launaflokka.
     

Nýjustu fréttir

Allar fréttir