FréttirSkrá á póstlista

11.07.2008

Velheppnaðar grillveislur

Starfsmönnum HB Granda í Reykjavík, á Akranesi og Vopnafirði hefur að undanförnu verið boðið í grillveislur sem haldnar hafa verið við starfsstöðvar félagsins á þessum stöðum.


Að sögn Guðrúnar Öldu Elísdóttur, starfsmannastjóra HB Granda, var fyrst grillað á Norðurgarði í Reykjavík þann 4. júlí sl. Þar var lambakjöt og meðlæti á boðstólum. Fór grillveislan fram í hinu besta veðri.


Næst var röðin komin að Vopnfirðingum en þar var haldin fjölskyldudagur laugardaginn 5. júlí. Boðið var upp á grilluð kjúklingaspjót og pylsur. Hoppukastali fyrir börnin var á staðnum og farið var í leiki og þrauti. Guðrún Alda segir að Austfjarðaþokan alræmda hafi gert sig heimakomna hluta dagsins en þó hafi sést til sólar í tæpa klukkustund á meðan grillveislunni stóð.


Sl. miðvikudag var svo grillað fyrir starfsmenn HB Granda á Akranesi. Sú grillveisla tókst einnig mjög vel enda var veður gott, hlýtt og sólríkt. Skagamönnum var boðið upp á lambakjöt og þýskar og danskar grillpylsur.


,,Við erum ánægð með það hvernig til tókst. Þátttaka var alls staðar góð og ég vil nota tækifærið til að þakka þeim starfsmönnum, sem lögðu hönd á plóg varðandi framkvæmd grillveislanna, kærlega fyrir aðstoðina,“ segir Guðrún Alda Elísdóttir.


 

Nýjustu fréttir

Allar fréttir