FréttirSkrá á póstlista

16.12.2021

Brim er Samfélagsstjarna ársins

Brim hf. var útnefnt Samfélagsstjarna ársins á Viðskiptahátíð sem netfjölmiðillinn Innherji stóð fyrir miðvikudaginn 15. Desember 2021. Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri hjá Brimi, tók við viðurkenningu af því tilefni á góðgerðarsamkomu á vegum félagsins 1881 sem fram fór um kvöldið.  Í úrskurði dómnefndar segir að sjávaúrvegsfyrirtækið Brim fá nafnbótina Samfélagsstjarna ársins fyrir víðtækan stuðning við íþróttir og æskulýðsstarf, slysavarna- og björgunarstarf, menningarstarf, nýsköpun og fræðslu. Þar segir ennfremur: „Brim leggur mikla áherslu á fjárfestingar í innviðum og þjónustu samfélagsins, ekki síst í nærumhverfi sínu í kringum starfsstöðvar sínar í Reykjavík, á Akranesi, á Vopnafirði og í Hafnarfirði“ og þá er haft eftir einum dómnefndarmanni: „Ég er ekki viss um að meðalmaðurinn átti sig á því hversu víðtækur stuðningur þessa félags hefur verið fyrir nærsamfélagið, til að mynda á Vopnafirði.“

Í greinargerðinni er stjórnanda og aðaleiganda Brims, Guðmundi Kristjánssyni, lýst sem annáluðum listunnanda. „Brennandi áhugi hans og þekking á öllu sem viðkemur listum og menningu er aðdáunarverður. Marshall-húsið er skýrasta dæmi þess,“ segir í áliti dómnefndar og er húsinu lýst sem glæsilegri listamiðstöð við athafnasvæði félagsins í Reykjavík. Þá segir að þetta hafi verið afgerandi mat dómnefndar „... sem byggir val sitt á tillögum fra tugum manna, stjórnendum, fjárfestum og öðrum sérfræingum víðs vegar að úr íslensku atvinnu- og viðskiptalífi.“

Í tilefni af þessari viðurkenningu vill Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, koma eftirfarandi á framfæri: „Við hjá Brimi eru þakklát fyrir þessa viðurkenningu. Við viljum vera virkir þátttakendur í að gera samfélag okkar betra og vitum að margt smátt gerir eitt stórt. Ég sem stjórnandi í fyrirtækinu sé að allt starfsfólk er reiðubúið að sinna samfélagslegum verkefnum af miklum krafti og áhuga og fyrir það er ég þakklátur.

 

 

Ljósmynd frá athöfn: Hulda Margrét Ólafsdóttir


Nýjustu fréttir

Allar fréttir