FréttirSkrá á póstlista

09.12.2021

Brim gefur öllum leik- og grunnskólum landsins forvitnilegar bækur

Brim hefur gefið öllum leik- og grunnskólum landsins bækur úr bókaflokknum „Litla fólkið og stóru draumarnir“, alls um 3.000 bækur. Bókaflokkurinn fjallar um fólk sem hefur elt drauma sína og sannfæringu eins og mannréttindafrömuðina Rosa Parks, Martin Luther King, Malala Yousafzai, vísindamennina Marie Curie og  David Attenborough og frumkvöðulinn Steve Jobbs. Allt einstaklingar sem hafa hver með sínum hætti haft áhrif á umheiminn. Bækurnar sem eru eftir spænska höfundinn Maríu Isabel Sánchez Vegara hafa vakið mikla athygli og komið út víða um heim, en teikningar eftir Aura Lewis gefa sögunum líf og liti. Markmið útgáfunnar er auka  áhuga barna á aldrinum 3-7 ára á lestri um samfélagsleg málefni.

Bókagjöfin er liður í stuðningi Brims við íslenska tungu og hefur félagið m.a. staðið fyrir íslenskunámskeiði fyrir þá starfsmenn Brims sem ekki hafa íslensku að móðurmáli og ýtt af stað átakinu „Íslenskan er hafsjór“, sem minnir á sameiginlegan arf íslenskrar tunga og sjávarútvegs. Þá er Brim bakhjarl Hins íslenska bókmenntafélags.

„Íslensk tunga er undirstaða menningar okkar. Þá er lesturinn lykill þekkingaröflunar og lýðræðis og leggur því grunninn að framtíð okkar allra. Með þessari gjöf erum við að auka fjölbreytni lestrarefnis fyrir ung börn og er markmiðið að fjölga ánægjustundum þeirra við lestur forvitnilegra bóka.“ segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims. 

Dreifing bókanna stendur yfir um þessar mundir og ættu grunnskólabörn að geta skoðað gjafirnar á næstu dögum en hægt er að kynna sér bókaflokkinn nánar á www.storirdraumar.is


Fleiri myndir með frétt

Nýjustu fréttir

Allar fréttir