FréttirSkrá á póstlista

18.11.2021

Uppgjör Brims á þriðja ársfjórðungi 2021

Stjórn Brims hf. hefur samþykkt árshlutareikning samstæðunnar fyrir fyrstu 9 mánuði ársins 2021. Árshlutareikningurinn er í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla. 

 

Góður og stöðugur rekstur á þriðja ársfjórðungi

  • Rekstur ársfjórðungsins var stöðugur og sambærilegur við sama ársfjórung síðasta árs.  Salan nam 91,6 milljónum evra í samanburði við 80,7 milljónir evra á sama tíma 2020. 
  • EBITDA fjórðungsins lækkar lítillega milli tímabila eða um 0,8 milljónir evra.
  • Hagnaður fjórðungsins eykst milli ára og er 19,9 milljónir evra samanborið við 16,0 milljónir evra á þriðja fjórðungi ársins 2020. Grunnrekstur er í takt við sama tímabil 2020 en munurinn liggur í söluhagnaði skips.
  • Rekstur botnfisksviðs gekk vel á fjórðungnum, góð aflabrögð hafa verið í botnfiski og staða á mörkuðum góð. Á sama tíma var sóknin erfið á  makrílvertíðinni og einnig  hófust síldveiðar seinna en á árinu 2020.
  • Efnahagur félagsins er sterkur. Eignir eru um 772 milljónir evra og eiginfjárhlutfallið 47%.

 

LYKILTÖLUR REKSTRAR

  

 

LYKILTÖLUR EFNAHAGS

 

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri: 

„Afkoma fjórðungsins er góð og ég er ánægður með hversu stöðugur reksturinn er orðinn. Undanfarin misseri höfum við markvisst fjárfest í botnfisksaflaheimildum og nýrri tækni sem er að skila árangri í dag. Eins sjáum við að fjárfestingar í sölufélögunum styrkja viðskiptalíkanið okkar.
Loðnuvertíð er framundan og er þetta mesta magn loðnukvóta frá árinu 2003.  Við þessa aukningu í úthlutun fór Brim yfir hámarkshlutdeild í þorskígildum.“

 

Fjárhagsdagatal

Fjórði ársfjórðungur 24. febrúar 2022

 

Kynningarfundur og nánari upplýsingar

Rafrænn kynningarfundur fyrir markaðsaðila og fjárfesta verður haldinn fimmtudaginn 18. nóvember næstkomandi og hefst kl. 16:30, þar mun Guðmundur Kristjánsson forstjóri félagsins kynna uppgjör fjórðungsins. 

Fundurinn verður eingöngu rafrænn og hægt verður að fylgjast með fundinum á www.brim.is/streymi. Velkomið er að senda spurningar fyrir fundinn eða á meðan fundi stendur á netfangið fjarfestatengsl@brim.is. Spurningum verður svarað í lok fundar. 

Nánari upplýsingar veitir Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri samfélagsábyrgðar, nýsköpunar og fjárfestatengsla í síma 781-8282 eða fjarfestatengsl@brim.is

 

Brim hf.

Brim er öflugt sjávarútvegsfyrirtæki sem starfar í sátt við samfélagið og umhverfið. Við stuðlum að verðmætasköpun með vöruþróun, tæknilausnum og öflugu starfsfólki. Við tryggjum með ábyrgum veiðum og vinnslu, þar sem áhersla er á sjálfbærni og nýsköpun, að sjávarútvegur verði áfram burðarstólpi í íslensku samfélagi. Við leitum allra leiða til að lágmarka áhrif starfseminnar á umhverfið hvort sem er á sjó eða í landi.

 

Fylgiskjöl

 

Nýjustu fréttir

Allar fréttir