FréttirSkrá á póstlista

16.11.2021

Íslenskan er hafsjór

Í dag ýtir Brim úr vör átaki sem nefnist „Íslenskan er hafsjór“ sem hefur það markmið að minna á haftengd orðtök í íslensku og merkinguna að baki þeim.

Íslensk tunga er ólgandi hafsjór af orðum og orðasamböndum, málsháttum og líkingamáli af ólíkum uppruna. Í hversdagslegum samtölum grípum við til fjölbreytilegs orðalags til að glæða frásögn lífi eða komast að kjarna málsins, án þess að velta því mikið fyrir okkur hvaðan orðin koma.

Á degi íslenskrar tungu fögnum við því að eiga tungumál sem spriklar af lífi og vekjum um leið athygli á því hversu mörg orðasambönd í nútímamáli eiga uppruna sinn í gamla sjómannasamfélaginu.

Á síðunni islenskanerhafsjor.brim.is/ má finna nokkur slík – en þetta er auðvitað bara dropi í hafið.

Nýjustu fréttir

Allar fréttir