FréttirSkrá á póstlista

19.08.2021

Svanur bætist í flotann

Brim hefur fest kaup á uppsjávarskipinu Svaninum RE 45 sem hét áður Iivid af Arctic Prime Fisheries og er markmiðið að efla enn frekar uppsjávarhluta starfseminnar. Fyrir á Brim uppsjávarskipin Venus NS 150 og Víking AK 100.

„Með tilkomu Svans eykst sveigjanleiki og hraði hjá okkur í uppsjávarveiðum. Við vitum að hraðinn getur skipt sköpum þar sem miklu máli skiptir að geta náð miklum afla á skömmum tíma þegar að hann er hvað verðmætastur“ sagði Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims.

Svanur var smíðaður í Noregi árið 1999 og er 67 metra langur og 1.969 brúttótonn og er áætlað að hann komi í flota félagsins í lok ágústmánaðar. Bjarni Ólafsson AK 70 er systurskip Svansins. Áður hefur skip borið nafnið Svanur í sögu félagsins og þekkir Ingimundur Ingimundarson útgerðarstjóri uppsjávarsviðs vel til nafnsins enda keypti faðir hans og alnafni Ingimundur Ingimundarson togarann Esjar RE 400 árið 1973 og gaf honum nafnið Svanur RE 45.

Á sama tíma og uppsjávarskip bætist í flotann þá hefur frystitogarinn Höfrungur III AK 250 verið seldur. Á síðasta ári var botnfiskvinnslan við Norðurgarð endurnýjuð og hefur vinnslan á ferskum fisk gengið vel.

Nýjustu fréttir

Allar fréttir