FréttirSkrá á póstlista

28.06.2021

Þreytt, svefnlítil en ánægð með árangurinn

Það var þreyttur, svefnlítill en ánægður hópur sem hjólaði yfir marklínu Síminn Cyclothon keppninnar sl. föstudag. Lið Brims hjólaði hringinn í kringum landið á rúmum 44 klukkustundum.

Í liði Brims voru, Díana Björk Olsen, Gísli Kristjánsson, Hilmar Örn Kárason, G. Herbert Bjarnason, Kristjana Björk Magnúsdóttir, Sigurður Þórður Jónsson, Valur Rafn Valgeirsson og Ægir Páll Friðbertsson.

Ferðin gekk vel og ekkert óvænt kom upp á. Veðrið lék við liðið framan af, bjart og lítill mótvindur. Góður meðbyr var þegar liðið hjólaði um suðurlandið og náði liðið ágætis hraða þrátt fyrir þreytu. Stuðningsfólk liðs Brims um allt land fylgdist vel með liðunum og víða mátti sjá fólk hvetja liðið áfram við þjóðveginn meðan á keppni stóð. Lið Brims var í samfloti við lið Verkís, Bjartur og Bjartari alla leiðina og hjóluðu allir liðsmenn þessara liða saman yfir marklínuna þar sem ættingjar og vinnufélagar tóku á móti liðunum. 

Síminn Cyclothon er hjólreiðakeppni þar sem hjólað er með boðsveitarformi hringinn í kringum Ísland meðan áheitum er safnað. Í ár var hjólað til styrktar Landverndar.

Myndir og myndbönd úr keppninni má sjá á Facebook síðu Brims https://www.facebook.com/brim.hf

 

 


Fleiri myndir með frétt

Nýjustu fréttir

Allar fréttir