FréttirSkrá á póstlista

24.06.2021

Brim og Fagkaup skrifa undir viljayfirlýsingu

Brim ásamt dótturfélögum hafa skrifað undir viljayfirlýsingu við Fagkaup sem á að tryggja heildstæð og skilvirk innkaup félaganna. Fyrirtæki Fagkaupa eru Johan Rönning, Áltak, Vatn & veitur, S.Guðjónsson, Sindri og Varma og vélaverk. Samstarfið tekur strax gildi og nær til allra þriggja starfsstöðva Brims á landinu, Reykjavík, Akranesi og Vopnafirði.

Ingólfur Steingrímsson, forstöðumaður innkaupa og rekstrareftirlits hjá Brim segir viljayfirlýsinguna mikilvæga fyrir Brim, en nú munu beiðnir til fyrirtækja Fagkaupa fara með rafrænum hætti sem eykur skilvirkni og öryggi í samskiptum félagana.

Nýjustu fréttir

Allar fréttir