FréttirSkrá á póstlista

23.06.2021

Brim tekur þátt í Síminn Cyclothon

Brim tekur þátt í Síminn Cyclothon keppninni sem hófst í dag við Egilshöll. Keppnin er boðhjólakeppni þar sem átta manna lið skiptist á að hjóla hringinn í kringum landið og reiknar lið Brims með því að klára hringinn við Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði seinni part föstudags. 

Lið Brims skipa, Díana Björk Olsen, Gísli Kristjánsson, G. Herbert Bjarnason, Hilmar Örn Kárason, Kristjana Björk Magnúsdóttir, Sigurður Þórður Jónsson, Valur Rafn Valgeirsson og Ægir Páll Friðbertsson.

Æfingar hafa staðið yfir síðustu vikur og leggst keppnin vel í liðið. Spenna lá í loftinu síðdegis þegar liðið lagði lokahönd á undirbúning við höfuðstöðvar Brims.
 Herbert hefur tekið þátt í keppninni áður og á ekki von á öðru en að allt gangi eins og í sögu í þetta skiptið, hópurinn sé góður og tilbúinn í keppnina. Herbert segir að veðurspáin sé hagstæð og vindur að vera skaplegur mest alla leiðina, en það er hundleiðinlegt að vera með mikinn mótvind á leiðinni. Hjólað er allan sólarhringinn og er því hægt að búast við öllum veðrum og hitinn getur sveiflast frá -5°c og uppúr miðað við spá. 

Valur mun taka fyrsta legginn frá Egilshöll en restin af liðinu hvílir í liðsbílnum á meðan og undirbýr sig til að taka við. 

Í svona leiðangri er nauðsynlegt að vera vel nestaður og Tóti kokkur hjá Brim hefur nestað liðið með orkuríkum mat og Unbroken sér um endurheimt krafta eftir langa leggi.

Við sem eftir sitjum óskum liðinu góðrar ferðar og skemmtunar!


Fleiri myndir með frétt

Nýjustu fréttir

Allar fréttir