FréttirSkrá á póstlista

28.05.2021

Brim tekur þátt í Nýsköpunarvikunni

Nýsköpun hefur gjörbreytt veiðum og aðferðum í fiskvinnslu. Hún hefur átt þátt í að draga úr kolefnisispori greinarinnar og skapa meiri verðmæti úr því sem veitt er. En það er minna talað um þátt nýsköpunar í öryggismálum. Það eru aðeins örfáir áratugir síðan hætta á slysum og manntjóni þótti eðlilegur fylgifiskur þess að starfa til sjós og í vinnslum. Á einni kynslóð hefur þetta gjörbreyst með nýrri tækni, þjálfun og fræðslu og breyttu hugarfari. Á nýsköpunarvikunni í ár ætlar Brim að fara yfir það hvernig tæknin hefur breytt öryggis- og vinnuheilbrigðismálum sjómanna og fiskvinnslufólks og líta inn í framtíðina.

Á viðburðinum kynnumst við öryggisæfingum hjá Brim og starfi Slysavarnaskóla sjómanna. Við fræðumst um samstarf Brims og Marel í tækjum sem hafa gjörbreytt vinnuumhverfi til sjós og lands. Að síðustu fáum við að kynnast fjarheilbrigðisbúnaði sem kominn er um borð í tvö skip Brims og getur skipt sköpum þegar slys eða veikindi bera að fjarri hefðbundinni heilbrigðisþjónustu.

 

Nánari upplýsingar á fésbókarsíðu viðburðarins.

 

Nýjustu fréttir

Allar fréttir