FréttirSkrá á póstlista

25.05.2021

„Ein jörð, einn sjór“

Brim tekur þátt í viðburði um plast í íslensku atvinnulífi sem fram fer miðvikudaginn 26. maí nk. Viðburðurinn, sem fer fram í streymi, er á vegum Grænvangs en með honum er ætlunin að vekja athygli atvinnulífs á þeim sóknarfærum sem felast í að auka virði vöru og þjónustu með því að nýta plast með ábyrgum hætti í starfsemi sinni og draga úr plastnotkun þar sem það er mögulegt.

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri samfélagsábyrgðar, nýsköpunar og fjárfestatengsla Brims heldur erindi á viðburðinum sem ber titilinn Ein jörð, einn sjór, en auk hennar taka þátt ýmsir sérfræðingar og talsmenn úr atvinnulífinu ásamt því að Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra flytur ávarp. 

Brim hefur síðustu ár lagt sitt af mörkum til að draga úr plastnotkun og auka endurnýtingu plasts. Félagið flokkar allt sorp hvort sem það fellur til á sjó eða í landi og endurnýtir eins og hægt er. Brim hefur síðustu ár skipulagt mikið flokkunar- og umhverfisstarf með það markmiði að lágmarka þann úrgang félagsins sem fer í urðun. Brim lítur á flokkað sorp sem hráefni í aðra vinnslu. Sífellt er verið að þróa aðferðir til að endurnýta flokkaðan úrgang. Til að mynda er stór hluti af öllu plasti sem fellur til hjá Brimi í dag, endurunnið. 

Viðburðurinn hefst kl. 14, miðvikudaginn 26. maí og fer skráning fram hér

Nýjustu fréttir

Allar fréttir