FréttirSkrá á póstlista

07.05.2021

Árs- og samfélagsskýrsla Brims á ensku í fyrsta sinn

Brim hefur í fyrsta sinn birt árs- og samfélagsskýrslu sína á ensku. Ensk útgáfa er liður í að breikka og auka upplýsingagjöf til þeirra sem hag og áhuga hafa á rekstri fyriritækisins og nýtist hluthöfum, samstarfsaðilum og almenningi auk annarra.

Sameiginleg árs- og samfélagsskýrsla var í fyrsta sinn gefin út fyrr á þessu ári og tekur bæði á fjárhagslegum rekstri fyrirtækisins og samfélagslegum þáttum. Brim hefur síðustu fjögur ár gert grein fyrir ófjárhagslegum þáttum starfsemi sinnar en það er hluti af síauknum áherslum á sjálfbærni og umhverfismál sem hluta af daglegum rekstri og starfsemi fyrirtækisins.

Upplýsingar um ófjárhagslega þætti skýrslunnar eru unnar í samræmi við GRI Standard (e. Global Reporting Initiative GRI100-400) og UFS leiðbeiningar Nasdaq.

Brim er í forystuhlutverki þegar kemur að samfélagsábyrgð og leggur ríka áherslu á umhverfismál og nýsköpun. Félagið hefur markað sér skýra stefnu í mannauðsmálum með áherslu á jafnrétti, öryggi og aðbúnað starfsfólks. Við ráðningar er lögð áhersla á að fá til starfa hæfa, trausta og árangursmiðaða einstaklinga.

Skýrslan er opin öllum og aðgengileg á vef Brims á vefslóðinni https://annualandsustainabilityreport2020.brim.is/

Nýjustu fréttir

Allar fréttir