FréttirSkrá á póstlista

02.03.2021

Loðnuhrognavinnsla hafin á Akranesi

Vinnsla á loðnuhrognum hófst á vegum Brims á Akranesi snemma í morgun. Venus NS kom til hafnar á Akranesi laust fyrir miðnætti í gærkvöldi með rúm 500 tonn af loðnu og lauk löndun nú fyrir hádegi.

,,Við fengum þennan afla í Breiðafirði en loðnan er komin mun norðar, og langt inn í Breiðafjörðinn, en við höfum átt að venjast miðað við árstíma,” segir Bergur en hann upplýsir að þroski hrognanna sé góður.

Að sögn Bergs hafa menn séð lítið af loðnu í Breiðafirði í dag en fréttir berast af stórri göngu út af Grindavík.

,,Sú loðna hentar þó ekki enn til hrognatöku. Til þess er þroskinn ekki nægur. Hún verður hins vegar fín þegar hún kemur norður að Snæfellsnesi.”

Bergur segir að Víkingur AK sé á miðunum. Nú verði eftirstöðvar kvótans nýttar til að veiða sem mest af loðnu til hrognatöku og  -vinnslu. Fyrirhugað er að frysta loðnuhrognin jöfnum höndum á Akranesi og Vopnafirði.

 

Nýjustu fréttir

Allar fréttir