FréttirSkrá á póstlista

22.06.2020

Brim skákmótaröðin 2020 er hafin

Brim mótaröðin í skák hófst helgina 19.-21. júní, í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur. Brim er aðalstyrktaraðili mótaraðarinnar ásamt Skáksambandi Íslands.

Í upphafi lokaumferðar voru Vignir Vatnar Stefánsson FIDE meistari, Guðmundur Kjartansson og Davíð Kjartansson alþjóðlegir meistarar jafnir að stigum, en í að lokum stóð Vignir Vatnar uppi sem sigurvegari helgarinnar.

Taflfélag Reykjavíkur stendur fyrir mótinu í samstarfi við Skákfélag Siglufjarðar, Skákfélag Selfoss og nágrennis og Skákfélaginu Hugin.
Fyrirkomulagið er þannig að haldin verða sex helgarskákmót yfir árið, þrjú í TR, eitt á Siglufirði, eitt á Selfossi og eitt á Húsavík. Á föstudegi eru tefldar fjórar atskákir, á laugardegi tvær kappskákir og á sunnudegi ein kappskák. 

 Keppt verður um glæsileg verðlaun; 350.000 króna verðlaunasjóður fyrir bestan samanlagðan árangur í mótaröðinni. Það verður stigakeppni þar sem fjögur bestu mót hvers skákmanns gilda.Fleiri myndir með frétt

Nýjustu fréttir

Allar fréttir