FréttirSkrá á póstlista

06.04.2020

Samfélagsskýrsla Brims fyrir árið 2019 er aðgengileg á heimasíðu félagsins

Samfélagsskýrsla Brims fyrir árið 2019 er nú aðengileg á heimsíðu félagsins, en hún var gefin út samhliða ársskýslu á aðalfundi félagssins 31.mars. Þetta er í þriðja árið í röð sem félagið gefur út skýrslu þar sem fjallað er um ófjárhagslega starfsemi félagssins.

Guðmundur Kristjánsson forstjóri skrifar innganginn og fer þar yfir stefnu og framtíðarsýn Brims í umhverfis-og samfélagsmálum og segir m.a.: „Það er því miður staðreynd að sjórinn í kringum landið hefur súrnað hraðar frá aldamótum en í árþúsund þar á undan. Staðreyndin er einfaldlega sú að atvinnulíf og samfélög eiga ekki valkosti. Núna er tækifærið til að grípa til aðgerða. Ekki eftir tuttugu ár, ekki eftir tíu ár. Við getum breytt háttum okkar og hindrað veruleg áföll. Við í forystu Brims gerum okkur grein fyrir ábyrgð okkar og vitum að áætlanir okkar og ekki síst fjárfestingar verða að þjóna markmiðum um kolefnishlutlausa starfsemi.

Sagt er frá helstu viðburðum rekstursins á árinu, samstarfsverkefnum og nýsköpun. Vert er að benda á kaflann, Starfsmannamál. Þar má finna starfsmannastefnu félagsins, siðareglur, umfjöllun um öryggismál og þróun þeirra, persónuvernd, jafnlaunavottun, kynjahlutfall, fræðslu starfsmanna o.fl. Gæðamálum eru að sjálfsögðu gerð ítarleg skil og tilgreint hvernig til hefur tekist á árinu.

Í kaflanum Efnahagur má sjá skattspor Brims og dótturfélaga, innkaupastefnu, fjárfestingar í innviðum og þjónustu samfélagsins svo eitthvað sé nefnt.

Einn veigamesti hluti samfélagsskýrslunnar fjallar um umhverfismál og þar er þungamiðjan umhverfisuppgjör félagsins og CO2 losun frá starfseminni. Brim hefur verið með umhverfisuppgjör frá árinu 2015 og í umhverfisuppgjörinu má sjá hvernig þróunin hefur verið frá einu ári til annars.

Fyrir Brim er samfélagsskýrslan mikilvægt tæki fyrir stjórnendur til að taka ákvarðanir í samræmi við stefnu fyrirtækis og væntingar eiganda, viðskiptamanna og samfélagsins alls. Skýr markmið á sviði umhverfismála og skilningur á mikilvægi þeirra er samfélaginu öllu til heilla.

Samfélagsskýrsla Brims er unnin í samræmi við GRI Standard (e. Global Reporting Initiative).

Samfélagsskýrslu Brims er hægt að lesa hér


Nýjustu fréttir

Allar fréttir