FréttirSkrá á póstlista

27.03.2020

Brim kaupir þriðjungs hlut í Iceland Pelagic ehf.

Brim hefur gengið frá samkomulagi um kaup á þriðjungs hlut í Iceland Pelagic ehf. af Ísfélagi Vestmannaeyja og Skinney-Þinganes. Rekstrarhagnaður félagsins á árinu 2019 var 175 milljónir og eigið fé 31.12.2019 480 milljónir. Aðilar munu eiga jafnan hlut í Iceland Pelagic ehf., en félagið er sölufyrirtæki sem hefur mest selt frosnar uppsjávarafurðir á erlenda markaði, aðallega inná Austur-Evrópu og Afríku.

Með kaupunum vill Brim hf stíga það skref að fylkja liði með fleiri framleiðendum íslenskra uppsjávarafurða í afurðasölu á erlenda markaði. Í kjölfar mikilla óvissutíma er varðar fiskistofna og rekstrarumhverfi almennt er mikilvægt að styrkja markaðsstöðu íslenskra uppsjávarafurða í sífellt harðari samkeppni á erlendum mörkuðum. Kaupin eru gerð með eðlilegum fyrirvörum.

Nýjustu fréttir

Allar fréttir