FréttirSkrá á póstlista

27.11.2019

Öryggi snýst um vinnustaðamenningu

  • Slysum fækkar á milli ára
  • Skipulag öryggismála undirstrikar ábyrgð stjórnenda og starfsmanna sjálfra

Slysum til sjós hefur farið fækkandi undanfarin ár hjá Brim hf. en sveiflur hafa verið í tíðni slysa. Þetta kom fram árlegum öryggisfundi félagsins sem haldinn var 27. nóvember 2019, en fundinn sóttu öryggisnefndir vinnustaða bæði til sjós og lands auk skipstjórnarmanna og yfirmanna félagsins, samtals um 60 manns. Á fundinum var farið yfir stöðu öryggismála hjá félaginu.

Slys     2016 2017  2018  2019 
 Slys á sjó     24     17 26   18
 Slys á landi  58     43 65   31
 Samtals  82  60  91  49

(Tilgreind eru bæði slys á vinnustöðum og á leið til og frá vinnu, skráningu 2019 er ekki lokið.)

Öryggismál eru veigamikill þáttur í vinnustaðamenningu Brim og verða því alltaf í öndvegi hjá félaginu“, sagði Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri félagsins í upphafi fundarins. „Heilsa, vellíðan og öryggi starfsmanna er sameiginlegt markmið allra sem koma að félaginu og því munum við einskis láta ófreistað að fækka slysum og tryggja öryggi.“

Ábyrgð á öryggismálum er á herðum stjórnenda og þá eru starfandi öryggisnefndir á öllum sviðum fyrirtækisins og hafa þær skýr hlutverk. Þá annast mannauðssvið félagins umsjón og eftirlit með málaflokknum. Þá er undirstrikað að hver og einn starfsmaður ber ábyrgð á eigin öryggi og er það brýnt fyrir öllum að tilkynna um allt það sem betur má fara. Ítrekað er í nýju skipulagi að öryggi snýst um vinnustaðamenningu sem hægt er að bæta og þróa með samskiptum og er árlegur Öryggisdagur Brim mikilvægur í þeim tilgangi að halda nauðsynlegu samtali um öryggi starfsfólks lifandi.

Á fundinum var farið yfir dæmi um algeng slys og greint frá öryggisverkefnum sem flest fela í sér að efla forvarnir og fræðslu. Þá var fjallað um fyrirkomulag skráninga slysa og hættulegra atvika en hjá félaginu er lögð áhersla á traustar upplýsingar til að tryggja nákvæmar greiningar sem eru nauðsynlegar öllum forvörnum.

Gestur fundarins var Hrefna Karlsdóttir, en hún starfar hjá SFS, en SFS hefur unnið að öryggismálum félagsmanna á vegum Öryggisráðs SFS.


Frekari upplýsingar veitir Friðrik Friðriksson, starfsmannastjóri Brims, í síma 858 1009.

 

 


Fleiri myndir með frétt

Nýjustu fréttir

Allar fréttir