FréttirSkrá á póstlista

09.10.2019

Brim hlýtur Umhverfisverðlaun atvinnlífsins 2019

Brim hlaut í dag Umhverfisverðalun atvinnulífsins árið 2019. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson afhenti Guðmundi Kristjánssyni, forstjóra Brims, verðlaunin í Hörpu í dag en þar fór fram dagskrá í tilefni af Umhverfisdegi atvinnulífsins.

Í umsögn dómnefndar verðlaunanna segir m.a.: „Brim hefur tekið umhverfismálin föstum tökum. Fyrirtækið leggur áherslu á samfélagsábyrgð og virðingu fyrir umhverfinu og hefur unnið að því að kortleggja áhrif og ábyrgð félagsins. Þá hefur Brim sett sér markmið og mælikvarða til að mæla árangur, draga úr sóun og auka verðmæti. Brim hefur dregið markvisst úr losun gróðurhúsalofttegunda, fjárfest í nýrri tækni og skipum sem hefur skilað miklu.“

Við athöfnina sagði Guðmundur Kristjánsson, m.a.: „Við í Brimi erum þakklát fyrir þessa viðurkenningu. Hún gerir okkur ánægð og stolt. Virðing fyrir náttúru hefur verið okkar leiðarljós og við sjáum að áhersla á umhverfismál og sjálfbærni skilar sér í aukinni arðsemi og miklum ábata fyrir samfélagið í heild. Við í Brimi ætlum að halda áfram á sömu braut. Umhvefisverðlaunin eru hvatning til að gera enn betur.

Hér má sjá myndband sem Samtök atvinnulífsins unnu og gerir grein fyrir ástæðum þess að Brim hlaut Umhverfisverðlaun atvinnulífins 2019.

Umhverfisfyrirtæki ársins 2019: Brim from Samtök atvinnulífsins on Vimeo.

Nýjustu fréttir

Allar fréttir