FréttirSkrá á póstlista

22.08.2019

Velheppnaður fjölskyldudagur Brims

Áætlað er að um 800 manns hafi sótt árlegan fjölskyldudag Brims í Fjölskyldu- og húsdýragarðnum í Laugardalnum í Reykjavík um liðna helgi. Veður var hið besta og mikil ánægja var með daginn.

Kristjana Björk Magnúsdóttir hjá mannauðssviði Brims hafði veg og vanda af skipulagningu fjölskyldudagsins en Brynjar Snær Arnarsson, starfsmaður Brims, sá um stjórnun á staðnum. Hann hafði með sér góðan hóp starfsfólks sem bauð sig fram til vinnu á deginum sjálfum.

,,Hin eiginlega fjölskylduhátíð Brims stóð frá kl. 14-16 en fólk gat mætt í garðinn frá opnun til lokunar og öll börn fengu armbönd sem þau gátu notað til að fara í tækin. Þá gátu starfsmenn boðið með sér gestum,“ segir Kristjana Björk en í máli hennar kemur fram að Brim hafi gefið þátttakendum svokölluð buff, eða höfuðklúta, og blásnar voru sápukúlur.

,,Boðið var upp á grillaðar pylsur og ís frá Skúbb. Við fengum Sirkus Íslands á svæðið og starfsmenn þeira sáu um andlitsmálun fyrir þá sem það vildu. Starfsfólk sirkusins var einnig í bangsa- og ljónabúningi til að skemmta yngsta aldurshópnum,“ segir Kristjana Björk Magnúsdóttir.

 


Fleiri myndir með frétt

Nýjustu fréttir

Allar fréttir