FréttirSkrá á póstlista

09.07.2019

HB Grandi hefur viðræður við Útgerðarfélag Reykjavíkur um kaup á sölufélögum

Stjórn HB Granda hefur samþykkt að hefja viðræður við Útgerðarfélag Reykjavíkur um kaup á sölufélögum í Japan, Hong Kong og á meginlandi Kína, sem og þjónustufélagi á Íslandi sem tengist framangreindum félögum. Tilgangurinn er að styrkja sölu- og markaðsstarf félagsins.

Nánar verður gerð grein fyrir efni fyrirhugaðra viðskipta nái aðilar saman um kaupsamning, en stefnt er að því að niðurstöður viðræðna liggi fyrir ekki síðar en við lok þriðja ársfjórðungs.

Nánari upplýsingar: Kristján Þ. Davíðsson, formaður stjórnar HB Granda.

Nýjustu fréttir

Allar fréttir