FréttirSkrá á póstlista

07.05.2019

Sjávarútvegssýningin Seafood Expo Global var opnuð í Brussel í dag.

HB Grandi ásamt Brim Seafood og Icelandic Asía eru saman með veglegan sýningarbás á sýningunni og stóran hóp starfsfólks. Mikið annríki er á básnum og fjölmargir fundir eru í gangi með lykilviðskiptavinum og öðrum samstarfsaðilum fyrirtækjanna.

Markmiðið fyrirtækjanna er að kynna fjölbreytta framleiðslu og vöruframboð auk þess að efla tengslin við helstu viðskiptavini og samstarfsaðila.

Seafood Expo Global er stærsta sjávarútvegssýning heims og eru HB Grandi, Brim Seafood og Icelandic Asía meðal fjölmargra sýnenda. Í ár er japansk þema og í för er matreiðslumeistari ættaður frá Japan Minoru Chef Seino Við erum með asísk þema í matargerð og bjóðum gestum uppá íslenskan bruggaðan bjór að hætti Japana.

Sýningarbás HB Granda er í sýningarhöll 6 og er númer hans 6-815.


Fleiri myndir með frétt

Nýjustu fréttir

Allar fréttir