FréttirSkrá á póstlista

27.11.2018

Heimsókn frá ráðstefnugestum á Heimsþingi kvenleiðtoga

Heimsþing kvenleiðtoga 2018 er haldið í Hörpu 26. – 28. nóvember, yfir 400 kvenleiðtogar frá 80 löndum sitja þingið. 

Í tilefni af Heimsþinginu bauð HB Grandi hópi þátttakenda til hádegisverðar í Marshallhúsinu ásamt konum frá Samtökum kvenna í sjávarútvegi. 

Boðið var upp á karfa og þorsk frá Helgu Maríu AK–16 sem landaði fyrr um morguninn. Fiskurinn var einstaklega ljúffengur og ekki spillti útsýnið yfir höfnina á þessum fallega degi.

Guðmundur Kristjánsson forstjóri HB-Granda bauð hópinn velkominn, en auk hans tóku til máls Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS og Agnes Guðmundsdóttir formaður Samtaka kvenna í sjávarútvegi.

Þetta var einstaklega ánægjuleg heimsókn og þrátt fyrir mikinn fjölda gesta sem heimsækja HB Granda þá er það ekki á hverjum degi að til okkar koma leiðtogar frá öllum heimshlutum.

Þess má geta að HB Grandi er einn af bakhjörlum Heimsþings kvenleiðtoga og stoltur stuðningsaðili við þennan mikilvæga málaflokk.


Fleiri myndir með frétt

Nýjustu fréttir

Allar fréttir