FréttirSkrá á póstlista

01.11.2018

HB Grandi og Íslensk orkumiðlun ehf gera samning um raforkuviðskipti

HB Grandi og Íslensk orkumiðlun hafa skrifað undir samning um raforkuviðskipti sem hefjast 1. janúar 2019. Um er að ræða orkusölu sem nemur 65 GWst. á ári (samsvarar raforkunotkun um 15 þúsund heimila) og nær til allra þriggja starfsstöðva HB Granda á landinu; Reykjavík, Akranesi og Vopnafirði.


HB Grandi er aðili að loftslagsyfirlýsingu Festa og Reykjavíkurborgar sem undirrituð var af 104 fyrirtækjum árið 2015. Með þeirri yfirlýsingu hefur HB Grandi skuldbundið sig til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á næstu árum. Hluti af því er m.a. að kortleggja starfsemi þjónustuaðila á rekstur HB Granda sem mun endurspeglast í umhverfisuppgjöri sem HB Grandi sendir frá sér árlega.
Til að ná þeim markmiðum þá munu HB Grandi og Íslensk orkumiðlun vinna að því saman að innleiða raforkustýringu með rafrænum hætti þar sem kolefnisfótspor viðskiptanna er kortlagt með skipulögðum hætti.


Mikilvægur þáttur í samstarfinu miðar enn fremur að því að draga úr skekkjum í raforkunotkun fiskmjölsverksmiðja HB Granda. Bætt raforkunýting fiskmjölsverksmiðja er ein grundvallarforsenda aukinnar hagkvæmni og ýtir enn frekar undir notkun á innlendum endurnýjanlegum orkugjöfum í stað innflutts jarðefnaeldsneytis og dregur þar með úr losun gróðurhúsalofttegunda.

Nýjustu fréttir

Allar fréttir