FréttirSkrá á póstlista

31.10.2018

Álit Kviku banka hf. á kaupum á Ögurvík ehf.

Stjórn HB Granda hefur móttekið minnisblað frá Fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka hf. (FRK) þar sem fyrirhuguð kaup félagsins á öllu hlutafé Ögurvíkur er metin og skilmálar viðskiptanna. Stjórn HB Granda gerir ekki athugasemdir við minnisblaðið eða niðurstöðurnar, sem fylgja þessari tilkynningu sem viðhengi.

Framhaldshluthafafundur HB Granda verður haldinn föstudaginn 2. nóvember kl. 17 í höfuðstöðvum félagsins að Norðurgarði 1, 101 Reykjavík. Á dagskrá eru: 1. Kynning FRK á niðurstöðum sínum. 2. Tillaga stjórnar um að hluthafar staðfesti ákvörðun hennar um að kaupa allt hlutafé Ögurvíkur ehf.

Viðhengi: Samantekt minnisblaðs - álit Kviku banka hf a kaupum HB Granda á Ögurvík ehf 

 

 

 

Nýjustu fréttir

Allar fréttir