FréttirSkrá á póstlista

10.09.2018

Tilkynning frá HB Granda vegna samnings um kaup á Ögurvík hf. sem tilkynnt var eftir lokun markaða sl. föstudag.

Ögurvík ehf. er útgerðarfélag í Reykjavík og gerir út Vigra RE 71 sem er 2.157 tonna frystitogari smíðaður í Noregi árið 1992.  Aflaheimildir Vigra  RE 71 á fiskveiðiárinu sem hófst 1. september 2018 eru 7.680 tonn af botnfiski og 1.663 tonn af makríl. Vigri RE er eitt kvótahæsta fiskiskip íslenska flotans.   Vigri hefur verið gerður út frá Reykjavík alla tíð.    Ögurvík hefur rekið útgerð frá Reykjavík í meira en hálfa öld. 26 sjómenn eru starfandi um borð í Vigra í hverri veiðiferð og eru ráðnir 52 sjómenn á skipið allt árið.   Ætla má að  viðskiptin hafi töluverð samlegðaráhrif og breyti útgerðarmynstri beggja félaganna á næstu árum.

Boðað hefur verið til stjórnarfundar í HB Granda á fimmtudag í þessari viku til að fjalla um samkomulag þetta.

Nýjustu fréttir

Allar fréttir