FréttirSkrá á póstlista

21.06.2018

Guðmundur Kristjánsson forstjóri HB Granda

Guðmundur Kristjánsson hefur verið ráðinn forstjóri HB Granda. Hann mun láta af störfum sem forstjóri Brims en hann hefur rekið útgerðarfélög í samfleytt yfir 30 ár.

Eins og fram hefur komið í fréttum keypti Guðmundur Kristjánsson og félög hans 35% hlut í HB Granda fyrr á árinu og varð hann í framhaldi formaður stjórnar. Með því að taka að sér starf forstjóra getur Guðmundur nýtt vel reynslu sína til að vinna úr þeim tækifærum sem hann sá með kaupum á leiðandi hlut í HB Granda og leiða eftirfarandi áherslur í starfsemi félagsins:

- einfaldur og sjálfbær rekstur,

- vöxtur og aukin arðsemi,

- öflugt samstarf á sviði markaðs- og sölumála og

- markviss nýting fiskveiðiheimilda.

Guðmundur hefur hætt sem stjórnarformaður HB Granda og Magnús Gústafsson hefur tekið við því starfi. Rannveig Rist verður áfram varaformaður stjórnar. Vilhjálmur Vilhjálmsson lætur af störfum hjá félaginu eftir 6 ár sem forstjóri þess. Stjórn HB Granda vill þakka honum sérstaklega vel unnin störf.  

Nýjustu fréttir

Allar fréttir